Háskóli Íslands

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands (1999)

Tilgangur Styrktarsjóðs Listasafns Háskóla Íslands er að efla rannsóknir á íslenskri myndlist að fornu og nýju. Í þessu skyni skulu árlega veittir styrkir af ráðstöfunarfé sjóðsins til rannsókna á sviði íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka, svo og til birtingar á niðurstöðum slíkra rannsókna, samkvæmt ákvörðun stjórnar Listasafns Háskóla Íslands sem jafnframt er stjórn sjóðsins.

Í tilefni níræðisafmælis síns 10. júní 1999, færir Sverrir Sigurðsson, Bakkavör 28, Seltjarnarnesi, Háskóla Íslands að gjöf tíu milljónir króna, kr. 10.000.000, til stofnunar Styrktarsjóðs Listasafns Háskóla Íslands er starfa skal samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.

 

Skipulagsskrá (.pdf)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is