Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega kandídata í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis.
Stofnfé sjóðsins er gefið árið 1961 af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Sambandi smásöluverzlana og Verzlunarráði Íslands og afhent Háskóla Íslands til minningar um aldarafmæli frjálsrar verslunar hér á landi, en verslun var eigi frjáls hér fyrr en lög 15. apríl 1854 um siglingar og verslun á Íslandi tóku gildi hinn 1. apríl 1855.
Engin stjórn er starfandi fyrir sjóðinn.