
Margrét Bessadóttir, Heilbrigðisvísindi
Í samvinnu vísindamanna lækna- og lyfjafræðideildar Háskóla Íslands hefur á undanförnum misserum verið sýnt fram á ýmiss konar líffræðilega virkni hreinna efna úr íslenskum fléttum. Þrjú þessara fléttuefna, prótólichesterínsýra, lóbarínsýra og úsnínsýra, reynast hafa áhugaverða verkun, einkum á krabbameinsfrumur.
Markmið rannsóknarinnar er að einangra hrein og vel skilgreind fléttuefni og kanna hvort þau séu vænlegir lyfjasprotar með því að rannsaka áhrif þeirra á boðferla krabbameinsfrumna sem stýra frumuvexti, frumufjölgun og frumudauða.
Leiðbeinendur: Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og Sesselja Ómarsdóttir, lektor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við læknadeild Háskóla Íslands.
Samstarfsaðilar: Haraldur Halldórsson, lífefnafræðingur við Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, Eiríkur Steingrímsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, og Sue Eccels, Institute for Cancer Research í Sutton, Englandi.