Háskóli Íslands

Ný örefni sem stýra þéttitengslum í lungnaþekjuvef

Berglind Eva Benediktsdóttir, Heilbrigðisvísindi

Markmið verkefnisins er að þróa ný örefni (nanomaterials) sem geta á sérvirkan hátt opnað þéttitengsl milli lungnaþekjuvefsfrumna og með þeim hætti komið lyfjum í gegnum lungnaþekjuna án þess að hafa neikvæð áhrif á frumurnar. Efnin verða afleidd með efnasmíðum af kítósykrum sem eru þekktar fyrir að vera lífsamræmanlegar og hafa áður verið notaðar fyrir ýmsa örtækni í þágu heilsu (nanomedicine). Áhrif efnanna á þéttitengsli verða rannsökuð í nýrri, sérhæfðri berkjufrumulínu sem tjáir þéttitengslaprótein afar skýrt.

Nýjungar á sviði líftæknilyfja, t.d. prótein- og peptíðlyfja, vekja miklar voniren ókostur þessara lyfja er m.a. sá að það er nánast eingöngu hægt að gefa þau með stungu. Stefnt er að því að ný örtækni og þekking sem leiðir af verkefninu stuðli að öruggari og þægilegri gjöf á líftæknilyfjum með innöndun um lungu.

Leiðbeinendur: Már Másson, prófessor í lyfjaefnafræði við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, og Ólafur Baldursson, lektor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar: Þórarinn Guðjónsson, dósent við læknadeild Háskóla Íslands, og Genis ehf.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is