Háskóli Íslands

Óabelskar jaðarsviðskenningar

Erling Jóhann Brynjólfsson Verkfræði- og raunvísindi

Rannsóknarverkefnið snýst annars vegar um að skilgreina og rannsaka tvívíðarskammtasviðskenningar með óabelskum jaðarvíxlverkunum og nota slíkar kenningar til að setja framalmenna hreyfifræði fyrir Dirichlet-fleti í strengjafræði. Með því móti fæst ný sýn á vel þekktvandamál, svo sem bakslag í árekstrum D-flata. Verkefnið snýst einnig um að nota samsvörun milliþyngdarfræði og óabelskrar kvarðakenningar sem skilgreind er á jaðri tímarúmsins til að kanna skammtafræðilega eiginleika svarthola og heimslíkana.

Fyrirhugað rannsóknarverkefni er á sviði strengjafræði sem er kenning þar sem minnstu einingumefnisheimsins er lýst með örsmáum strengjum. Strengjafræðin felur í sér sameinaða lýsingu allravíxlverkana og efnis í náttúrunni: Öreindir eins og rafeindir, kvarkar, ljóseindir og límeindir, birtastsem mismunandi sveifluhættir á einum og sama strengnum en kenningin er einnig alhæfing almennuafstæðiskenningarinnar og fjallar því líka um þyngdaraflið. Strengjafræði spannar vítt svið innanstærðfræðilegrar eðlisfræði og tengist fjölmörgum greinum hreinnar og hagnýtrar stærðfræði.

Leiðbeinandi: Lárus Thorlacius, prófessor við raunvísindadeild H.Í.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is