Háskóli Íslands

Rannsóknir á efnaferlum íslenskra jarðhitasvæða með samtengdu efna- og forðafræðilíkani

Edda Sif Aradóttir Verkfræði- og raunvísindi

Fram til þessa hafa líkön af íslenskum jarðhitasvæðum annaðhvort byggst á flæði fasa eðahvarfgirni efna en aldrei hvoru tveggja. TOUGHREACT kóðann frá Lawrance Berkeley Livermorerannsóknar-stofnuninni í Kaliforníu má nota við þróun hermilíkana fyrir margfasa flæðihvarfgjarnra efna í mismettuðum flutningsmiðlum en jarðhitageymar eru dæmi um slík kerfi.

Í rannsókninni verður TOUGHREACT kóðinn aðlagaður íslenskum aðstæðum með því að setja inn íhann varmafræðilegar stikur sem þróaðar hafa verið hér á landi. Smásæjum útreikningum sembyggjast á þéttnifellaaðferðinni (DFT) verður beitt til að rannsaka gang og hraða efnahvarfa sem gögnskortir um.

TOUGHREACT kóðinn verður notaður við smíði samtengds efna- og forðafræðilíkans afíslensku jarðhitasvæði sem hermir tímaframvindu efnaferla svæðisins. Í tilfelli útfellingahvarfa verður sérstaklega hugað að myndun öragna, sem myndast geta í upphafi hvarfs. Þessar öragnir geta haftatómbyggingu og eiginleika sem eru varmafræðilega ólíkir stöðugasta kristalnum. Smásæjum þéttnifellareikningum verður beitt til að rannsaka slíkar agnir og bæta upp og túlka mæliniðurstöður.

Undanfarin ár hefur orðið sífellt algengara að þróuð séu víðtæk reiknilíkön af jarðhitakerfum sem nýtteru til orkuvinnslu. Líkönin eru mikilvæg hjálpartæki í þróun sjálfbærrar orkuvinnslu og því e rnauðsynlegt að þau innihaldi sem nákvæmastar upplýsingar um jarðhitakerfin sem um ræðir. Samtengt efna- og forðafræðilíkan af íslensku jarðhitasvæði mun skýra betur samspil flæðis ogefnaferla svæðisins og leiða til dýpri skilnings á eðli jarðhita.

Leiðbeinandi: Hannes Jónsson, prófessor í efnafræði við H.Í.

Samstarfsaðilar: Orkuveita Reykjavíkur, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is