Háskóli Íslands

Sagnfræðisjóður Björns Þorsteinssonar auglýsir eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Sagnfræðisjóði Björns Þorsteinssonar á árinu 2018.
 
Styrkurinn stendur til boða nemendum sem stunda eða hafa nýlokið meistaranámi í sagnfræði og hafa unnið að verkefnum sem varða sögu Íslands eða efni því nátengt. 
 
Umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar 2018.
 
Upphæð styrks verður kr. 300.000. 
 
Í umsókninni þurfa eftirtalin atriði að koma fram
1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
2. Helstu atriði úr náms- og starfsferli umsækjanda.
3. Heiti rannsóknarverkefnisins, markmið og vísindalegt gildi þess. Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, 2-3 málsgreinar, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar hljóti verkefnið styrk.
4. Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning við verkefnið komi fram.
5. Áætlun um námsframvindu ef umsækjandi er námsmaður.
 
Gert er ráð fyrir að styrkþegi skili sjóðnum greinargerð um stöðu verkefnisins innan árs frá afhendingu styrksins.
 
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
 
Stjórn áskilur sér rétt til að veita fleirum en einum umsækjanda styrk eða hafna öllum.
 
Umsóknum skal skila sem viðhengi á netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands sjodir@hi.is
 
Styrkurinn verður veittur 20. mars á aldarafmæli dr. Björns Þorsteinssonar prófessors.  
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is