Peter Austin prófessor við University of London heldur opinn fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands föstudaginn 15. apríl kl. 12.15. Heiti fyrirlestrarins er: „7.000 Languages: Linguistic and cultural diversity from global and local perspectives.”
Peter Austin er einn af fremstu málvísindamönnum sinnar tíðar og jafnframt einn af ráðgjöfum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega tungumálamiðstöð. Hann er líka ritstjóri bókarinnar „Eitt þúsund tungumál“ sem kom út í íslenskri þýðingu Baldurs Ragnarssonar á síðasta ári, hjá Bókaútgáfunni Opnu.
Áður en fyrirlesturinn hefst mun Vigdís Finnbogadóttir formaður Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur afhenda fyrstu styrkina úr sjóðnum til fimm verkefna. Styrkjunum á að verja til rannsókna á tungumálum og menningu.
Dagskráin er öllum opin.