Háskóli Íslands

Smáríki sem fyrirmyndir og sérfræðingar á alþjóðlegum vettvangi

Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Félagsvísindi

Smáríki sem fyrirmyndir og sérfræðingar á alþjóðlegum vettvangi

Í rannsókninni eru kannaðar leiðir og geta smáríkja til áhrifa í alþjóðasamstarfi. Dregin er í efa súkenning að smáríki séu valdalaus í alþjóðasamstarfi (International Relations theory).

Kjarni rannsóknarinnar endurspeglast í megintilgátu hennar sem er eftirfarandi í íslenskri þýðingu: Smáríkieru ekki dæmd til áhrifaleysis í alþjóðasamstarfi. Þau geta haft áhrif umfram stærð sína á þeimsviðum þar sem þau eru talin sérfræðingar og/eða fyrirmyndir.

Í rannsókninni eru tekin fyrir þrjú smáríki, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, þ.e. norræn aðildarríkiEvrópusambandsins og því haldið fram að þessi ríki hafi aukið áhrif sín innan umhverfisstefnu ESB með því að breiða út og beita þeirri ímynd að þau séu sérfræðingar og fyrirmyndir í umhverfismálum.Kafað er djúpt ofan í átta mál sem hafa orðið að lögum innan umhverfisstefnu ESB síðustu 10 árin.

Umrædd mál hafa öll verið mikil hagsmunamál fyrir norrænu ESB-ríkin, t.d. reglur um losun kemískraefna út í andrúmsloftið og áætlanir um sjálfbæra þróun.

Markmiðið með greiningu málanna er aðsjálfsögðu að prófa megintilgátuna og þar með að greina hvort og/eða hvernig það að leggja áhersluá fyrirmyndarímynd sína og sérfræðiþekkingu í umhverfismálum hafi styrkt stöðu norrænu ESBríkjannaí samningaviðræðum um umhverfisstefnu ESB. Í rannsókninni er sjónum einnig beint aðÍslandi og hugsanlegum áhrifum þess sem sérfræðingur og fyrirmynd í sjávarútvegsmálum ogfiskveiðistjórnun.

Dregnar eru ályktanir af reynslu norrænu ESB-ríkjanna og skoðaðir möguleikar Íslands til að nýta sér sérfræðiþekkingu sína og fyrirmyndarstöðu í fiskveiðistjórnun í samninguminnan/við ESB.

Leiðbeinandi: Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild HÍ.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is