Háskóli Íslands

Styrkir í boði

Nemendum, kennurum og starfsfólki Háskóla Íslands standa til boða styrkir úr sjóðum sem starfræktir eru við Háskólann.

Annars vegar er um að ræða sjóði sem veita styrki til rannsókna, einkum til doktorsnema og fræðimanna við skólann.

Hins vegar eru Styrktarsjóðir Háskóla Íslands en þar er að finna ríflega sextíu sjóði og gjafir sem ánafnaðar hafa verið Háskólanum frá stofnun hans. Flestir sjóðanna starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sem ætlar þeim að úthluta styrkjum og viðurkenningum til ýmissa verkefna nemenda, kennara og vísindamanna.

Rannsóknarsjóðir Háskóla Íslands heyra undir vísindasvið skólans. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Nielsen á Vísinda- og nýsköpunarsviði, solveign@hi.is, s. 525 5242.

Styrktarsjóðir Háskóla Íslands heyra undir markaðs- og samskiptasvið. Nánari upplýsingar veitir Helga Brá Árnadóttir, sjodir@hi.is, s. 525 5894.

Umsjónarmaður Sáttmálasjóðs er Birna Björnsdóttir, verkefnastjóri á fjármálasviði, birnabjo@hi.is, s. 525 4335.

Umsjónarmaður Kennslumálasjóðs er Hreinn Pálsson, prófstjóri kennslusviði, hpal@hi.is, s. 525 4361.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is