Háskóli Íslands

Styrkir til rannsókna á íslenskri myndlist

Stjórn Styrktarsjóðs Listasafns Háskóla Íslands hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum í tilefni af aldarafmæli háskólans árið 2011.

Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir á íslenskri myndlist að fornu og nýju. Í því skyni skulu veittir styrkir af ráðstöfunarfé sjóðsins til rannsókna á sviði íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka svo og til birtingar á niðurstöðum slíkra rannsókna.

Umsóknarfrestur er til 6. maí 2011 og áætlað er að úthlutun fari fram í sama mánuði. Val styrkhafa er í höndum sjóðsstjórnar en hana skipa Salvör Nordal formaður, Hjálmar H. Ragnarsson og Vilhjálmur Lúðvíksson.

Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á heimasíðu Háskóla Íslands, www.hi.is, sjóðavef Háskóla Íslands, www.sjodir.hi.is, og hjá Auði Ólafsdóttur, safnstjóri Listasafns Háskóla Íslands, auo@hi.is, sími 525-4411.

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands var stofnaður árið 1999 af Sverri Sigurðssyni og eitt meginhlutverk hans er að stuðla að rannsóknum á íslenskri myndlistarsögu.

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands

Sjóðasíða Háskóla Íslands

Rafrænn markpóstur (pdf.)

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is