Háskóli Íslands

Styrkur til afburðanemanda í rafmagns- og tölvuverkfræði við HÍ

Frá vinstrir: Kristín Ingólfsdóttir, Einar Guðbjartur Pálson faðir styrkþegans, frú Vigdís Finnbogadóttir, Guðrún Jónsdóttir móðir styrkþegans, Kristín Vala Ingólfsdóttir og Karl Sölvi Guðmundsson forseti rafmagns og tölvuverkfræðideildar.

 

Úthlutað var úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents við hátíðlega athöfn í Skólabæ mánudaginn 21. desember. Styrkinn hlaut að þessu sinni Nanna Einarsdóttir, BS-nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Styrkurinn fellur í skaut þeim verkfræðistúdent sem hæsta meðaleinkunn hefur eftir tvö fyrstu árin í grunnnáminu. Nanna lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 2007. Foreldrar hennar eru Guðrún Jónsdóttir og Einar Guðbjartur Pálsson, búsett í Borgarnesi.

Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents var stofnaður af foreldrum hans, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, fyrrverandi forseta verkfræðideildar Háskóla Íslands, á 21 árs afmæli Þorvalds, þann 21. desember 1952. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega stúdenta til framhaldsnáms í verkfræði.

Stjórn sjóðsins skipa frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Sjá mynd er fylgir frétt. Frá vinstrir: Kristín Ingólfsdóttir, Einar Guðbjartur Pálson faðir styrkþegans, frú Vigdís Finnbogadóttir, Guðrún Jónsdóttir móðir styrkþegans, Kristín Vala Ingólfsdóttir og Karl Sölvi Guðmundsson forseti rafmagns og tölvuverkfræðideildar.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is