Háskóli Íslands

Styrkur til MA nema í íslensku og sagnfræði

Stjórn Minningarsjóðs dr. phil. Jóns Jóhannessonar hefur ákveðið að veita styrk til meistaranema í sagnfræði og/eða íslensku. Um er að ræða styrk að upphæð kr. 200.000.

Tilgangur sjóðsins er að veita stúdentum eða kandídötum í íslensku og sagnfræði styrki til einstakra rannsóknarverkefna sem tengjast námi þeirra.

Umsóknarfrestur um styrkinn er til 10. maí 2010 en áætlað er að úthlutun fari fram 7. júní nk. Val styrkhafa er í höndum sjóðsstjórnar en hana skipa Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og formaður stjórnar, Margrét Eggertsdóttir og Guðrún Ása Grímsdóttir, báðar rannsóknaprófessorar við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Sjóðurinn var stofnaður árið 1983 til minningar um prófessor Jón Jóhannesson, er lést 4. maí 1957, með gjöf ekkju prófessors Jóns, frú Guðrúnar P. Helgadóttur, og með minningargjöfum samstarfsmanna, nemenda, ættingja og vina hans.

Upplýsingar veitir Helga Brá Árnadóttir, verkefnisstjóri styrktarsjóða og hollvina HÍ, helgab@hi.is, sími 525 5894.

Frekari upplýsingar um styrkinn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is