Háskóli Íslands

Þróun á nanótækni til lyfjagjafar í augu

Phatsawee Jansook, Heilbrigðisvísindi

Sjúkdómar í bakhluta augans eru helsta orsök blindu en jafnframt er lyfjameðhöndlun slíkra sjúkdóma oftast erfið þar sem mjög erfitt er að ná fram læknisfræðilegri þéttni lyfs í bakhluta auganseftir staðbundna lyfjagjöf, svo sem með augndropum.

Því verður oft að sprauta lyfjunum beint inn íaugað, eða gefa þau í töflum, en slíkar lyfjagjafir eru oft óhentugar, áhættusamar og valda tíðumaukaverkunum.

Markmið þessa verkefnis er að ráða bót á þessu með þróun nýrrar örtækni tilaugnlyfjagjafar. Með henni verður hægt að auka flæði lyfja inn í bakhluta augans sem og myndalyfjaforða í auga þannig að fækka megi tíðni lyfjagjafa. Mynduð verða örkorn (nanó- og míkrókorn) úrsýklódextrín fásykrungum og öðrum hjálparefnum.

Augnlyfjum verður komið fyrir í örögnunum ogrannsakaðir eðlisefnafræðilegir eiginleikar þeirra, svo sem losunarhraði lyfja og viðloðun agnanna viðslímhimnur. Þá verða tilteknar lyfjasamsetningar rannsakaðar í tilraunadýrum. Jafnframt er stefnt aðþví að rannsaka valin lyf í mönnum.

Leiðbeinandi: Þorsteinn Loftsson, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar: Chulalongkorn University, Bangkok, Taílandi, Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum viðlæknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir augnsjúkdómadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss ogUniversity of Kuopio, Finnlandi.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is