Háskóli Íslands

Úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur 2024

Veittir hafa verið sex styrkir úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2024, að upphæð rúmlega 4,3 milljónir króna. Stjórn sjóðsins samþykkti einróma á fundi sínum, sem haldinn var þann 22. mars 2024, að styrkja útgáfu stofnunarinnar með eftirfarandi hætti:

Tímarit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur: Milli mála
- Sérhefti 2024 um örsögur: Milli mála 16(1): https://millimala.hi.is/is/arg-161-2024/
- Almennt hefti 2024: Milli mála 16(2): https://millimala.hi.is/is/arg-162-2024/
2.200.000 kr.

Útgáfa rita á vegum stofnunarinnar:
Charles Baudelaire, Parísardepurð (Le Spleen de Paris)
420.000 kr. 

Simone de Beauvoir, Brotin kona (La Femme rompue) 
490.000 kr.

Áhrifamáttur ljóða á umbrotatímum: Ljóðaþýðingar frá Rómönsku-Ameríku
300.000

Frönsk framúrstefna. Leikritaþýðingar Vigdísar Finnbogadóttur
600.000 kr. 

Einnig var samþykkt einróma að styrkja gerð forngrísk-íslenskrar orðabókar, sem unnin er í samstarfi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Stofnunar Árna Magnússonar, um 300.000 kr.

Stjórn sjóðsins skipa þau Steinþór Pálsson, sem er formaður stjórnar, Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor emeritus, og Berglind Ásgeirsdóttir. Varamaður í stjórn er Pétur Knútsson.  

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur var stofnaður árið 2003. Hlutverk hans er að renna styrkum stoðum undir starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar. 

Styrktarsjóðir Háskóla Íslands hafa umsjón með sjóðum og gjöfum sem ánafnaðar hafa verið Háskóla Íslands allt frá stofnun hans. Flestir þeirra starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og er þeim ætlað að styðja við ýmis verkefni á ákveðnum fræðasviðum til hagsældar fyrir Háskóla Íslands, stúdenta og starfsfólk. Sjóðirnir eru mikil lyftistöng fyrir háskólann, sem hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga í gegnum tíðina en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is