Háskóli Íslands

Verklag við doktorsstyrki

Styrkir eru veittir í eitt, tvö eða þrjú ár og er greitt mánaðarlega fyrirfram. Upphæð styrks er 425.000 kr./mán. (frá og með 2019 úthlutun). Gerður er samningur um greiðslurnar milli vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, annars vegar og leiðbeinanda og stúdents, hins vegar. Styrkir úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands eru greiddir úr Landsbankanum og beint á reikning styrkþega (hægt er að láta millifæra til Háskóla Íslands) en Háskóli Íslands greiðir styrki úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og styrktarsjóðum. Styrkirnir eru millifærðir yfir á verkefnisreikning viðkomandi starfseiningar og  ráðningarsamningur gerður milli stúdents og sviðs/stofnunar. Styrkurinn er greiddur í formi launa. Skattar og önnur gjöld dragast af styrkupphæð.

Almenn skilyrði greiðslu doktorsstyrkja eru eftirfarandi:

  • Skráning stúdents í doktorsnám sé fullnægjandi og að árlegri skráningu sé sinnt.
  • Stúdent sinni doktorsnámi að fullu (þó er heimilt að kenna stundakennslu hluta að styrktímanum, þó að hámarki sem nemur 20% starfshlutfalli).
  • Árlegum skilum á framvinduskýrslu til sjóðsstjórnar sé sinnt (15. janúar ár hvert). Þetta á einnig við um þá styrkþega sem ekki fá mánaðarlegar greiðslur frá sjóðunum lengur heldur einungis þá síðustu.
  • Síðustu mánaðargreiðslunni er haldið eftir þar til eftir doktorsvörn. Greitt er þegar eintak af ritgerð berst vísinda- og nýsköpunarsviði.

Frekari upplýsingar veitir Skrifstofa vísinda- og nýsköpunarsviðs (rannsoknasjodir@hi.is)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is