Háskóli Íslands

Vinnumenning, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð

Gyða Margrét Pétursdóttir, Félagsvísindi

Samræming fjölskyldulífs og atvinnu er sérstaklega áhugavert viðfangsefni í íslensku samhengi. Atvinnuþátttaka Íslendinga er með því mesta sem gerist í heiminum, sérstaklega meðal íslenskrakvenna. Vinnudagurinn er langur, íslenskir feður vinna hvað lengstan dag og íslenskar mæður vinnaálíka langan dag og norskir karlar.

Á sama tíma er fæðingartíðni á Íslandi með því mesta sem gerist í Evrópu. Verkefnið felst í umfangsmikilli rannsókn á vinnumenningu, kynjatengslum ogfjölskylduábyrgð. Heildarnálgun rannsóknarinnar eru breytingar á vinnumenningu og félagslegrimerkingu vinnunnar í kjölfar alþjóðavæðingar og harðnandi samkeppni á vinnumarkaði.

Þrjú svið á vinnumarkaði verða skoðuð sérstaklega: a) stofnanir á vegum Reykjavíkurborgar, b)hugbúnaðarfyrirtæki og c) skyndibitastaðir og matvöruverslanir. Hvert um sig endurspeglar á sinnhátt þær breytingar sem orðið hafa á ytri skilyrðum vinnumenningar.

Á hverju sviði verður valinnhópur vinnustaða til nánari skoðunar. Þátttökuathuganir verða framkvæmdar, tekin viðtöl við hópstarfsmanna á hverjum vinnustað og að lokum lagðir spurningalistar fyrir alla starfsmenn viðkomandivinnustaða.

Í verkefninu er sjónum beint að fjölskyldu- og jafnréttisstefnu fyrirtækja í ljósi ytri breytinga ávinnumarkaði. Kannanir hafa sýnt að úrræði sem starfsfólki standa til boða til að samræmafjölskyldulíf og atvinnu eru oft illa nýtt. Rannsóknin beinir sjónum að þeim öflum sem þar eru að verki.Markmiðið er að kortleggja annars vegar hvað hamlar og hins vegar hvað ýtir undir farsælasamræmingu fjölskyldulífs og atvinnu meðal kvenna og karla.

Leiðbeinandi: Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar: Berit Brandth og Elin Kvande, Norges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet (NTNU), og MariaAmparo Ballester-Pastor, Universitat de València.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is