Háskóli Íslands

Áhrif þekkingarsamfélaga á byggðaþróun og félagslega sjálfbærni á Íslandi og Skotlandi

Anna Guðrún Edvardsdóttir, doktorsnemi við Kennaradeild

Uppbygging háskólamenntunar og rannsóknastarfsemi hefur verið mikil á landsbyggðinni á síðustu 15–20 árum. Í hverjum landshluta starfa háskólaog/ eða rannsóknasetur, annaðhvort sem sjálfstæðar einingar eða sem hluti af móðurstofnun á höfuðborgarsvæðinu.

Í rannsókn Önnu Guðrúnar Edvardsdóttur, doktorsnema við Kennaradeild, er leitast við að skoða tengsl þessarar uppbyggingar við byggðaþróun og félagslega sjálfbærni samfélaga á Austurlandi og Vestfjörðum. Til samanburðar verður uppbyggingin sem átt hefur sér stað í hálöndum Skotlands skoðuð. Rannsóknin byggist á kenningum um mann- og samfélagsvistfræði, þekkingarfræðilegan fjölbreytileika, um sjálfbærni samfélaga og byggðaþróun auk femínískra kenninga og kenninga um staðbundna þekkingu er varðar þátt kvenna í byggðaþróun og mótun samfélaga. Konur hafa, í meira mæli en karlar, sótt sér háskólamenntun og verður staða þeirra í samfélögunum skoðuð sérstaklega.

Leiðbeinandi: Allyson Macdonald, prófessor við Menntavísindasvið. Anna Guðrún hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is