My name is Anna and I am a medical student at the University of Iceland. I applied for the Watanabe Trust Fund to stay in Japan for 3 months while I wrote my B.S. thesis paper in Japan.
I have a mother who is Icelandic and a father who is Japanese. I was born and raised here in Iceland and have lived here all my life. Having a father who was very involved and enthusiastic for me and my brother’s life, we had great connection to Japan and Japanese culture. Every Saturday morning we went to Japanese Mother Tongue class and met other kids who were also of Icelandic/Japanese roots. Even though Japan has always been huge part in my life I never felt satisfied to only live in Iceland. I wanted to go to Japan and live there by myself. I wanted to go to school in Japan and maybe eventually work there. The last year of my pre-clinical years as a medical student I finally got the chance to study in Japan so I applied for writing a B.S. thesis paper under supervision of a psychiatry professor at the Hokkaido University. My paper was about mania in pre-pubertal children and cross-national difference in diagnosis of mania.
I departed from Keflavik Airport early morning in February 2016 to begin my little adventure in Sapporo, Japan. This was my first time traveling and living all by myself. I arrived at Shin Chitose Airport at midnight and had travelled for over 30 hours straight. I was tired but the excitement and fear for the unknown overwhelmed any other emotion. The air was cold when I stepped out of the train station in Chitose (it was -11°C outside) and everything was covered with thick layer of white snow. I have travelled many times to Japan with my father, but I had only gone to Japan during the warmest time in the summer, so to witness this winter version of Japan was truly magnificent.
The following day I departed from Chitose to Sapporo, where I would be living for the next three months. I felt so excited for finally doing what I had been dreaming of since I was a child but at the same time I felt very alone. My relative helped me to settle in my new apartment and was there for me to explain all kinds of rules regarding living in Sapporo. The same day I met my supervisor for my B.S. thesis and he was very kind and welcoming.
After I had settled down in my apartment, taken care of new cell phone contract and met my relatives, I could finally start preparing my thesis at the University. I had a little desk at the workspace of the staff of the Psychiatry department. To be in shared workspace was very nice as I got to know the doctors, the psychologists and the secretaries very well. The first work I had to do was to manually input data from written questionnaires into the computer. The questionnaires were answered by Japanese doctors and were naturally written in Japanese. I am fluent in Japanese so I had little to no worries that this work would be difficult. However, I underestimated the universal phenomenon of “doctors’ indecipherable handwriting”, as I had trouble reading over half of the questionnaires at first. The handwriting was so bad that it looked like a odd mixture of Hangul and Hieroglyphs to me. I freaked out but luckily the people around me were kind enough to help me read if I did not understand the handwriting and gave me advice on how to construct my paper. The secretaries were also very nice. They were women who were around the same age as me so we would go and have girls’ night out and it was very fun to talk about stuff unrelated to academics. I was also in good contact with the International Relations Office of Hokkaido University. Through them I got the opportunity to have a little presentation about Iceland for medical students in Hokkaido University in the same academic level as myself. It surprised me how interested they were in my little frozen island and asked me many questions about Iceland, which I had never thought of myself. This made me want to reconnect with Iceland and Icelandic culture, which I had not felt before.
When I arrived in Sapporo there was heavy snow and cold winter. The silent snowflakes turned into cherry blossom pedals in the spring. Trees waking up from the winter sleep and flowers blossoming as spring was nearby described my heart at the time. All the worries and anxiety I had at the start of this journey calmly but surely changed to joy and feeling of accomplishment. I started to enjoy writing my thesis, meeting friends, visiting my grandmother and just take a walk at the beautiful campus of Hokkaido University. I had my own life and daily routine there and never felt like an outsider.
I am glad that I went to Japan to pursue my dream and I am very thankful for the Watanabe Trust Fund for supporting my stay there.
Anna María Thoma
Icelandic
Ég heiti Anna María og er læknanemi við Háskóla Íslands. Ég sótti um styrk frá Watanabe Trust Fund til þess að búa í Japan í þrjá mánuði á meðan ég skrifaði B.S. ritgerðina mína.
Móðir mín er íslensk og faðir minn er japanskur. Ég er fædd og uppalin á Íslandi og hef alla mína ævi átt heima hér. Faðir minn var mjög metnaðarfullur fyrir hönd okkar systkinanna og því mynduðum við sterk tengsl við Japan og japanska menningu strax í æsku. Á hverjum laugardagsmorgni fórum við í japanska skólann og hittum þar önnur börn af japönsku bergi brotin. Þó að Japan hafi verið stór hluti af lífi mínu fannst mér alltaf vanta eitthvað, mig langaði til þess að eiga heima í Japan rétt eins og ég á heima á Íslandi. Mig langaði til þess að vera við nám í Japan og jafnvel vinna fyrir mér þar. Á þriðja ári í læknisfræðinni kom tækifærið sem ég hafði beðið lengi eftir. Ég sótti um að vinna að B.S. rannsóknarverkefni mínu undir leiðsögn prófessors í geðlæknisfræðum við Hokkaido University. Verkefnið mitt fjallar um maníu (ísl. oflæti) í börnum og hvernig/hvort greining á maníu er mismunandi eftir löndum.
Ég lagði af stað frá Leifsstöð snemma einn morgun í Febrúar til þess að hefja litla ævintýrið mitt í Sapporo, Japan. Þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðaðist ein til útlanda og í fyrsta skipti sem ég myndi búa ein. Eftir að hafa ferðast stanslaust í 30 klukkutíma lenti ég á miðnætti á Shin Chitose flugvellinum í Hokkaido, nyrstu eyju Japans. Ég var mjög þreytt en tilhlökkunin og óttinn við hið óþekkta var yfirgnæfandi. Þegar ég steig út úr lestarstöðinni í Chitose til þess að fara á hótelið mitt var það eins og að ganga inn í mjög kaldan og rakan frysti. Þetta kvöld voru -11°C úti og allt var þakið þykku lagi af snjó. Ég hef oft farið til Japans en alltaf er það yfir sumartímann þegar það er heitast. Því var þessi kalda reynsla einstök fyrir mig og mjög frábrugðið vetri á Íslandi.
Næsta dag lagði ég af stað frá Chitose til Sapporo þar sem ég myndi eiga heima næstu þrjá mánuðina. Ég var mjög spennt að vera loksins að upplifa drauminn minn en var líka dáilítið einmana. Ættingi minn kom og hjálpaði mér að koma mér fyrir í nýju íbúðinni minni og var til staðar til þess að svara öllum mögulegum spurningum sem ég gæti haft varðandi reglur samfélagsins þar. Seinna um daginn hitti ég leiðbeinanda minn sem var mjög ljúfur maður og bauð mér hjartanlega velkomna til Sapporo.
Eftir að hafa komið mér fyrir í nýju íbúðinni, afgreitt öll símamál og heilsað upp á ættingja, gat ég loksins byrjaði að mæta upp í háskóla til þess að vinna að verkefninu mínu. Mér var úthlutað litlu skrifborði í sameiginlegri vinnuaðstöðu með öðru starfsfólki geðdeildarinnar. Það var mjög þægilegt að fá að vera með læknum, sálfræðingum og öðru starfsfólki í sama umhverfi þar sem ég kynntist þeim mjög vel. Fyrsta verkefnið mitt var að skrásetja gögn úr handskrifuðum spurningarlistum yfir í tölvutækt form. Það voru japanskir geðlæknar sem svöruðu spurningarlistunum og voru því svörin vitaskuld á japönsku. Þar sem ég tala og les reiprennandi japönsku hafði ég litlar áhyggjur af þessu ferli, en þar skjátlaðist mér mikið. Ég hafði vanmetið eitt alþjóðlegt fyrirbæri sem kallast “ólesanlega læknaskriftin”. Ég átti í vandræðum með að lesa og skilja helminginn af spurningarlistunum. Skriftin var svo hræðileg að hún mynnti mig einna helst á skrítna samblöndu af hangul og hieroglýfri. Þetta sló mig heldur betur út af laginu og ég fór að hafa miklar áhyggjur af framvindu verkefnisins. Hins vegar voru allir í kringum mig mjög hjálpsamir og reyndu að lesa með mér ólesanlegu skriftirnar. Sumir læknarnir voru svo góðir að þeir gáfu mér ýmis ráð um uppbyggingu ritgerðarinnar og sögðu mér sögur af því þegar þeir voru í læknaskóla. Einnig kynntist ég riturum deildarinnar mjög vel. Þær voru allar stelpur á svipuðum aldri og ég og því hittumst við oft eftir vinnutíma og töluðum um allt aðra hluti en nám og vinnu. Ég átti einnig í góðum samskiptum við alþjóðaskrifstofu læknadeildar Hokkaido University. Í gegnum þau fékk ég tækifæri til þess að kynna Ísland fyrir jafnöldrum mínum í læknisfræði. Þau voru mjög áhugasöm um litlu eyjuna okkar og spurðu mig út í marga hluti varðandi Ísland og íslenska menningu sem mér sjálfri hafði aldrei dottið í hug. Þetta fékk mig til þess að langa til þess að kynnast Íslandi aftur og hugsa meira út í heimalandið mitt.
Þegar ég kom til Sapporo var kaldur vetur og mikill snjór. Um vorið breyttust snjókornin í blómstur kirsuberjatrjáa. Trén vöknuðu úr löngum dvala og ýmiss konar gróður tók að lifna við en þessi myndbreyting var lýsandi fyrir líðan mína í Sapporo. Fyrst þegar ég kom var ótti og áhyggjur yfirgnæfandi en eftir því sem leið á dvöl mína breyttist þetta hægt og bítandi í gleði og ánægju. Ég naut þess að skrifa ritgerðina mína, að hitta vini og ættingja, að heimsækja ömmu mína og að ganga um fallega nattúruna á skólasvæði Hokkaido University. Ég átti mitt líf og rútínu í Sapporo og leið aldrei eins og ég væri utanaðkomandi.
Ég er mjög ánægð að hafa farið til Japans og látið drauma mína rætast og ég er ævinlega þakklát Watanabe Trust Fund fyrir að styrkja mig á meðan á dvöl minni stóð þar.