Háskóli Íslands

Efni fyrir sólhlöður sem mynda eldsneyti

Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild

Gerðir verða reikningar tengdir þróun sólhlaða sem mynda eldsneyti, t.a.m. metanól eða metan. Notuð verða nýþróuð þéttnifelli til að lýsa rafeindunum en með þeim er hægt að spá fyrir um ljósgleypni efnanna og lýsa rafeindaveilum sem ljóseindirnar mynda.

Markmiðið er að finna heppilegri efni fyrir rafskaut og efnahvata fyrir yfirborð skautanna til að bæta virkni sólhlaðanna. Reikningarnir verða einkum gerðir fyrir efni sem samstarfsaðilar í norræna netinu ‘Solar Fuel’ eru að rannsaka. Þannig er aðstoðað við túlkun mælinganna og innsæi fæst sem nýst getur við að finna betri efni og hönnun.

Grundvallareiginleikar rafeindaveilna, svo sem sjálffangaðra hola og tripletörveinda, verða rannsakaðir með því markmiði að meta sveimhraða og líftíma veilanna sem og víxlverkun þeirra við yfirborðssameindirnar. Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild, leiðir verkefnið sem hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is