Háskóli Íslands

Erfðafræði grjótkrabba (Cancer irroratus) við síðlandnám

Óskar Sindri Gíslason, doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild

Grjótkrabbinn (Cancer irroratus) er stórvaxin, norður-amerísk krabbategund sem barst fyrir nokkrum árum til Íslands í kjölfestuvatni. Tegundin hefur náð fótfestu á Íslandsmiðum og er markmið þessarar rannsóknar að efla skilning á stofnlíffræði og erfðasamsetningu krabbans við síðlandnám hans.

Í rannsókn Óskars Sindra Gíslasonar, doktorsnema við Líf- og umhverfisvísindadeild, verður kannaður ítarlega bakgrunnur dýranna, hvort þau mynda erfðafræðilega frábrugðinn stofn frá upprunasvæðinu í Norður-Ameríku, metin merki um landnámsáhrif á Íslandsmiðum og kannað hvort aðskildir stofnar séu nú þegar á miðunum. Ennfremur er stefnt að því að greina ástæður skekkts kynjahlutfalls hjá fullorðnum kröbbum sem hafa veiðst (< 80% karldýr) og að greina hversu fjölbreytilegt faðerni sé að afkvæmum hvers kvendýrs.

Leiðbeinandi: Jörundur Svavarsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild. Óskar Sindri hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is