Háskóli Íslands

Jóna Björk Jónsdóttir

I gained interest in the Japanese language when I was around 13 years old, but it was at that time that I decided to teach myself it. However, it wasn‘t until I was about 15 or 16 that I managed to focus on it better, but what motivated me was a Japanese pop-group. I watched the shows they appeared in and it paved my way into the language: I learned, f.x., kanji, the rhythm of the spoken language and various phrases and expressions. That was also when I decided I wanted to study it at an university, and finish my study by going to Japan as an exchange student. Because the best way to study a language and the culture surrounding it is to experience it, in a place where you can‘t “escape“ it. In 2010, I received the honour from the Japanese embassy and granted a 5 week scholarship to spend in the heart of Tokyo. I spent those five weeks with a lovely host family in Setagaya, Tokyo and attended a Japanese high school where I got to know many customs and even the culture straight-on. It was an amazing time and made me even determined to go out as an exchange student.

I have studied here at J.F. Oberlin University, located in Machida, Tokyo, for more than half a year now, and I know I made the right choice. I have noticed how much I‘ve grown mentally by staying abroad, and it is an experience I am not willing to change for anything else. I have made many Japanese friends, as well as friends amongst other exchange students at my school. Almost every day I experience new things and experience a new side of the culture through my friends and acquaintances, and that has helped to pave the way for my future endeavours. I’ve noticed just how much I’ve gotten to know myself, and I know just how much I can achieve in life, but that is a small flame that’s getting bigger every day. I have learned to have trust in myself. 

Life in a big city like Tokyo can sometimes feel hectic, and even be difficult, considering the fact that I’m used to small cities. However, Tokyo is one of my favourite cities: it’s very clean, and in many areas it is interesting to see how the old and the new merge together. There are many things to see, and even more things to discover. I’ve experienced the throngs of people, and often had to ride the “man’in densha”, or trains so full of people they’ve had to be pushed in. It is not something that I could’ve experienced back home in Iceland, but it has given me insight into daily life here in Japan: I’ve seen many young children and kids going to school in their uniforms, and even business men who are half-asleep on their commute back home after a hard day at work.

Studying at this school has sometimes proved a bit hard, especially when there is a ton of homework to do, but I have always done my best and never given up. The teachers are all very nice, and willing to help out, and many classes are a lot of fun to take. I have especially loved to take the folklore classes, which gave me a lot of insight into things that relate to Japanese customs and habits, including weddings and funerals, birth, death and things that are related to beliefs and superstitions. Once, my teacher took us up to Mount Fuji, and we spent the whole day there by going to many various places, including the “suicide forest” Aokigahara and even to a restaurant where we could taste a local, very old recipe of a delicious noodle soup. I was elated to have had the opportunity to gain this much insight into Japanese culture and traditions through this trip.
I have also been in contact with a former ambassador of Japan in Iceland, a Mr. Watanabe, who has taken it upon himself to spread the knowledge of Iceland and Jón Sveinsson around the Tokyo area, and I have had the honour to go with him to many schools and become a sort of ambassador myself, introducing both my country and culture to young students. Furthermore, I’ve had the opportunity to go with representatives of my school to many elementary and high schools, and taught the children about both Icelandic language and culture, and that experience has been amazing. All the children showed great interest in Iceland, both country and culture, and it was my honour to have become one of my country’s small “ambassadors”.

Thanks to the Watanabe Scholarship Fund, I have gotten to experience so many things I couldn’t have without it. I’ve travelled around the country, to places including Fukuoka, Kyoto, Osaka and Nara, as well as been an ambassador of Iceland in many schools. I have travelled a lot around the Tokyo area as well, to downtown areas, to the areas around Mt. Fuji and Hakone, to name a few. I’ve been able to experience first-hand many different aspects of the Japanese culture, participated in matsuri or festivals, gone to onsen, visited my friends’ homes, and once I even had a lovely host family for a night. I never realised just how much I could do, and I still have enough to help me experience more things before I head back home. I am forever grateful for the honour of getting this scholarship, and I wish I could put into words just how much it has helped me and supported whilst staying here.

The cherry blossoms are in full bloom now, and other flora are waking up as well, for spring has come and warmer days are up ahead. There are more opportunities, and experiences, ahead that will help to better discover, and trust, myself and to explore this lovely world we live in. Life does not get any better. I am eternally grateful and I want to thank the Watanabe Trust Fund for granting me the honour of this scholarship, for supporting me and trust in me whilst I have discovered myself.

Jóna Björk Jónsdóttir
 
 
 
 
Ég fékk áhugann á japönsku þegar ég var um það bil 13 ára gömul, en þá ákvað ég að kenna sjálfri mér hana. Ég var hins vegar ekki nógu staðföst á því fyrr en ég varð 15 eða 16 ára, en þá hafði ég fengið áhuga á japanskri poppgrúppu. Ég horfði á þættina sem þeir birtust í og varð það leið mín inn í tungumálið: ég lærði m.a. á ritmálið, talanda og allskonar orðaforða. Ég ákvað líka að í framtíðinni vildi ég læra málið í háskóla, og fara í heilt ár út í skiptinám þangað. Besta leiðin til þess að læra mál og menningu er nefnilega að upplifa hana hana beint, þar sem ekki er hægt að „flýja“ undan henni. Árið 2010 fékk ég þann heiður að fá styrk frá japanska sendiráðinu á Íslandi til 5 vikna skiptináms í hjarta Tokyo-borgar. Þessum fimm vikum varði ég hjá yndislegri fósturfjólskyldu á Setagaya-svæðinu í Tokyo, fór í japanskan menntaskóla og lærði marga nýja siði og fékk menninguna beint í æð. Þetta var yndislegur tími og gerði mig enn staðfastari að fara út sem skiptinemi. 
 
Ég hef stundað nám hér við J.F. Oberlin háskóla á Tokyo svæðinu í meira en hálft ár núna, og finn að ég valdi rétt. Ég finn hversu mikið ég hef þroskast andlega við veruna hérna úti, og er það upplifun sem ég gæti ekki skipt út fyrir neitt annað. Ég hef eignast heilan helling af japönskum vinum og líka eignast marga vini meðal annarra erlendra nemenda. Nánast á hverjum degi upplifi ég nýja hluti og kynnist nýjum hluta af menningunni í gegnum vini og vandamenn sem hjálpar að feta mín eigin fótspor áfram í lífinu. Ég finn hvað ég læri á sjálfa mig, og hversu hátt ég get náð í lífinu, en það er lítið bál sem stækkar ört með hverjum einasta degi. Ég finn hversu mikið ég get treyst á sjálfa mig. 
 
Lífið í stórborg eins og Tokyo getur á tímum verið ruglandi, eða jafnvel erfitt, þar sem ég er vön miklu smærri borg. Tokyo er samt sem áður ein af mínum uppáhaldsborgum: hún er mjög hrein, og á mörgum svæðum er forvitnilegt að sjá hvernig hið gamla og hið nýja blandast saman. Það er mikið af hlutum til þess að sjá og enn fleiri hlutir sem hægt er að upplifa. Meðal annars hef ég upplifað mannþröngina, og oft farið í „man‘in densha“ eða lestar svo fullar af fólki að það þarf að troða því inn. Þetta gæti ég aldrei upplifað heima á Íslandi, en þessar upplifanir hafa veitt mér góða innsýn inn í daglegt líf hér í Japan: ég hef séð mörg ung börn og krakka á leið í skóla í skólabúningunum sínum, og jafnvel hálfsofandi viðskiptamenn á leið heim úr vinnu.
 
Námið hérna við skólann hefur stundum reynst erfitt, sérstaklega þegar heimavinna er mikil, en ég hef alltaf gert mitt besta, og ég gafst aldrei upp. Kennararnir eru yndislegir, og mjög hjálpsamir, og tímarnir eru líka margir hverjir mjög skemmtilegir. Þá sérstaklega hef ég elskað þjóðtrúartímanna, en þeir hafa veitt mér innsýn inn í margt sem viðkemur japönskum siðum og venjum, þar á meðal varðandi giftingu og jarðaför, fæðingu, dauða, sem og hluti sem viðkoma trúnni sjálfri og hjátrúm. Eitt sinn fór kennarinn með okkur upp að Fuji-fjalli, og eyddum við heilum degi þar sem hann fór með okkur á margskonar staði, þar á meðal „sjálfsmorðsskóginum“ Aokigahara og jafnvel á veitingastað þar sem var boðið okkur aldagömul aðferð að núðlusúpu sem var alveg hryllilega góð. Ég var svo ánægð að hafa getað fengið svona mikla innsýn inn í japanska menningu og hefðir í þessari ferð. 
 
Ég hef líka verið mikið í sambandi við einn fyrrum sendiherra Japans á Ísland, Herra Watanabe, sem hefur tekið það upp á sig að breiða út þekkingu á Íslandi og Jóni Sveinssyni á Tokyo-svæðinu, og hef ég getað farið með honum í nokkra skóla til þess að vera nokkurns konar sendiherra og kynna land mitt og þjóð fyrir ungum nemendum. Þar að auki hef ég farið með fulltrúum skólans míns í marga grunnskóla og menntaskóla til þess að kynna bæði tungumál og menningu Íslands, og hefur sú reynsla verið frábær. Krakkarnir sýndu allir Íslandi, bæði landi og menningu, mikinn áhuga og var það mikill heiður fyrir mig að fá að vera einn af þessum litlu „sendiherrum“ lands míns og þjóðar. 
 
Þökk sé Watanabe-styrknum, hef ég getað upplifað svo mikið sem hefði verið erfitt að gera án hans. Ég hef ferðast um landið, niður til Fukuoka, Kyoto, Osaka og Nara, sem dæmis, sem og getað verið sendiherra Íslands í mörgum skólum. Ég hef getað ferðast mjög mikið hérna á Tokyo-svæðinu líka, þar á meðal um miðborg Tokyo, svæðið umkring Fuji-fjall og Hakone. Ég hef fengið marga hluta menningar Japans beint í æð, tekið þátt í matsuri hátíðum, farið í onsen, fengið að fara í dagsheimsóknir til vina minna, og einu sinni var mér boðið að gista heila nótt hjá yndislegri fjölskyldu sem ég kynntist í gegnum skóla sem ég var „sendiherra“ hjá. Ég hafði aldrei órað fyrir mér hversu mikið væri hægt að gera, og ennþá hef ég uppsafnaðan styrk til þess að nýta mér þar til að ég kem heim. Ég er ævinlega þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið þennan styrk, og vildi ég að ég gæti komið að mér orðum hversu mikið hann hefur hjálpað mér og stutt mig hérna úti. 
 
Núna eru kirsuberjatrén í fullum blóma, og allur gróður að taka við sér, en vorið er loksins komið og hlýjari dagar taka við. Framundan eru miklu fleiri upplifanir, og tækifæri til þess að bæði kynnast sjálfri mér betur, læra að treysta betur á sjálfa mig, og geta kannað þennan yndislega heim sem við búum í. Lífið gerist ekki betra, og vill ég þakka Watanabe-sjóðnum kærlega fyrir að styrka mig, styðja og treysta í þessari sjálfskönnun minni. 
 
Jóna Björk Jónsdóttir
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is