Háskóli Íslands

Karítas Hrundar Pálsdóttir

A Diverse Experience in Japan
 
My name is Karítas Hrundar Pálsdóttir (b. 1994) and I am doing my undergraduate degree, with Icelandic as my major and Japanese as my minor, at the University of Iceland. In upper secondary school, Menntaskólinn við Hamrahlíð, I took Japanese classes for two semesters with Yayoi Mizoguchi, who also teaches at the University of Iceland. I became friends with a Japanese exchange student, who was a teacher’s assistant in my class. Since then I have longed to go to Japan, improve my Japanese, and get to know more about Japanese culture. 
 
Last fall, my dream became reality as I traveled across the world to study Japanese at Waseda University in Tokyo. Waseda University caught my interest because of the Icelandic classes offered there. Icelandic has been taught at Waseda University for over 40 years. The interest is so big that 110 students have sat in the beginners’ Icelandic course. In addition to studying Japanese this year, I have assisted with the Icelandic classes. Since the professor is Japanese, my biggest role has been to teach pronunciation. This experience has increased my interest in Icelandic taught abroad and the way Icelandic is taught as a second language in Iceland. 
 
Aside from going to school, attending Ichigaya church, a Lutheran church in Tokyo, has been a big part of my life. I have attended services and participated in the choirs there. By attending church I have gotten a special chance to be around Japanese people at all ages. I find it especially valuable because of the fact that mostly young people, many of them being exchange students, live around the university. The church has also been a good place for me to practice both listening and speaking in Japanese since the congregation’s activities are all conducted in Japanese. At Ichigaya church, western influence is fused with Japanese culture. For example, people bow as a way of greeting according to Japanese customs, but the singing is accompanied by the organ, as according to western customs. This fusion of different cultures makes the Japanese church experience unique. I have enjoyed belonging to a Christian community so far from home.
 
I have had a chance to travel. I have been many places, including visiting fifteen Japanese islands, such as Yakushima, Okinawa, and Miyajima. I have seen how much diversity there is in Japan, but wherever I have gone I have met kind people. As an example of the kindness I have received, I met a baker on Goto island who left his store in his wife’s care, jumped into his car, and drove my friend and I up the mountain so that we could enjoy the best view over the little islands nearby.  In Kumamoto my friend’s friend’s friend invited my friend and I out for dinner. My Japanese friends’ families in Utsunomiya and Niigata greeted me with open arms and welcomed me in their homes. I am extremely grateful for all of the warmth I have been shown.
 
My experiences in Japan have been very diverse. Here are a couple of fun contrasts: 
I have experienced tranquility, but also rush. To pick vegetables with butterflies flying around me in Ogimi, a small village in Okinawa, but also to be packed like sardines in a can, surrounded by stressed peopled in a crowded train at rush hour in Shinjuku, the busiest train station in the world.
I have experienced unspoiled nature, but also manmade geography. To see Jomon-sugi, a tree that is considered to be up to 7000 year old, surrounded by old moss in Yakushima, but also to be on the square-shaped Rokko island that somehow feels a bit fake, with its cubic streets’ arrangement, and resembles a futuristic town.
I have experienced slowness, but also speed. To leisurely walk up a mountain in Innoshima and enjoy a view over a number of green islands, but also to take the Shinkansen that travels 260 km/h to Niigata and seeing nothing outside the window except a couple of houses and rice fields covered in snow.
I have experienced antiquity, but also technology. To climb an old wooden staircase in Kumamoto castle, but also to take an escalator at Waseda University or getting plugged ears by taking the elevator up to the 69th floor of the Yokohama Landmark Tower.
I have experienced security, but also insecurity. To walk home alone at night, but also to crawl under a table while the house quivers during an earthquake.
I have experienced convenience, but also inconvenience. To be able to buy cold water in a vending machine or buy all necessities in a convenience store anywhere, but also to have to make a special trip every month to pay the rent in cash.
 
My stay in Japan has been a great adventure, and I have learned a lot. I am proud to have been able to stand on my own feet in Tokyo, one of the biggest cities in the world, and have succeeded in becoming good enough in Japanese to be able to communicate with Japanese people. The language has, in my experience, been the key to the culture and I have gotten a good insight into it. The friendships I have made with Japanese people and other exchange students is something I value greatly. I have enjoyed getting to know their way of thinking and living. I have realized that even though many things differ between Japan and Iceland, we do have a lot in common. Japan is like Iceland, an island that features beautiful nature, the society quite uniform, the people diligent and hardworking. I am thankful for the chances I have gotten to travel around Japan. In my travels I have experienced diversity and contrasts. The country and the nation have so much to offer. I sincerely thank the Watanabe Trust Fund for supporting me and making it possible for my dream of studying, living, and traveling in Japan to come true.
 
Fjölbreyttar upplifanir í Japan
 
Ég heiti Karítas Hrundar Pálsdóttir (f. 1994) og er í grunnnámi í íslensku sem aðalgrein og japönsku sem aukagrein við Háskóla Íslands. Þegar ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð tók ég tvö námskeið í japönsku hjá Yayoi Mizoguchi en hún kennir einnig við Háskóla Íslands. Ég kynntist japönskum skiptinema sem var aðstoðarkennari í japönskutímum og við urðum góðar vinkonur. Síðan þá hefur mig dreymt um að fara til Japans, verða betri í japönsku og kynnast japanskri menningu. 
 
Síðastliðið haust varð draumur minn að veruleika þegar ég ferðaðist yfir hálfan hnöttinn til að stunda nám í japönsku við Waseda háskóla í Tókýó. Waseda háskóli vakti áhuga minn vegna þess að hægt er að læra íslensku þar. Íslenska hefur verið kennd við Waseda háskóla í meira en fjörutíu ár. Áhuginn er mikill en allt að hundrað og tíu nemendur hafa setið grunnnámskeið í íslensku við skólann. Auk þess að læra japönsku þetta skólaárið hef ég aðstoðað við íslenskukennsluna. Þar sem íslenskukennarinn er japanskur hefur hlutverk mitt aðallega verið að kenna framburð. Þessi reynsla hefur aukið áhuga minn á íslenskukennslu erlendis og enn fremur á því hvernig íslenska er kennd sem annað mál á Íslandi.
 
Auk þess að stunda skólann hefur starfið í Ichigaya kirkju, sem er lútersk kirkja í Tókýó, verið stór hluti af lífi mínu. Ég hef sótt messur og tekið þátt í kórastarfinu þar. Með því að sækja kirkjuna hefur mér gefist einstakt tækifæri til að umgangast Japani á öllum aldri.  Mér hefur fundist það sérstaklega dýrmætt í ljósi þess að á háskólasvæðinu er aðallega ungt fólk og stór hluti þess skiptinemar. Auk þess hefur kirkjan verið góður vettvangur fyrir mig til að æfa mig bæði að hlusta á og tala japönsku þar safnaðarstarfið fer allt fram á japönsku. Í Ichigaya kirkju má sjá vestræn áhrif í bland við japanska menningu. Fólk heilsast til dæmis með hneigingum að japönskum sið en spilað er undir söng á orgel að vestrænum sið. Þessi blanda tveggja menningarheima gerir japanska safnaðarstarfið einstakt.  Mér hefur fundist gaman að fá að tilheyra kristnu samfélagi svo fjarri heimahögunum.
 
Mér hefur gefist tækifæri til að ferðast. Ég hef farið víða; heimsótt fimmtán japanskar eyjur, m.a. Yakushima, Okinawa og Miyajima. Ég hef séð hve fjölbreytileikinn er mikill í Japan en hvar sem ég hef farið hef ég hitt elskulegt fólk.  Sem dæmi um elskulegheit hitti ég á Goto-eyju bakara sem skildi verslunina sína eftir í umsjá eiginkonu sinnar, hoppaði upp í bílinn sinn og keyrði mig og vinkonu mína upp á fjall svo við gætum notið besta útsýnisins yfir litlu eyjarnar í kring. Í Kumamoto bauð vinur vinkonu vinkonu minnar okkur út að borða. Fjölskyldur japanskra vinkvenna minna í Utsunomiya og Niigata tóku mér opnum örmum og buðu mig velkomna á heimili þeirra. Ég er óendanlega þakklát fyrir alla þá hlýju sem mér hefur verið sýnd. 
 
Upplifanir mínar í Japan hafa verið fjölbreyttar. Hér eru nokkrar skemmtilegar andstæður:
 
Ég hef upplifað kyrrð en líka ös. Að taka upp grænmeti með fiðrildi flögrandi í kringum mig í Ogimi, litlu þorpi í Okinawa, en líka að vera eins og sardína í dós, umkringd stressuðu fólki í troðfullri lest á háannartíma í Shinjuku, fjölförnustu lestarstöð heims.
Ég hef upplifað ósnortna náttúru en líka manngert byggðarlag. Að sjá Jomon-sugi, tré sem talið er vera allt að 7000 ára gamalt, umvafið eldgömlum mosa í Yakushima og en líka að vera stödd á ferhyrndu eyjunni Rokko Island sem virkar ögn gervileg, með sitt kassalaga götuskipulag, og minnir á framtíðarbæ.
Ég hef upplifað rólegheit en líka hraða. Að rölta upp á fjall í Innoshima og sjá þaðan útsýni yfir fjölmargar grænar eyjar en líka að taka Shinkansen sem ferðast 260 km/klst. á leið til Niigata og sjá ekkert annað út um gluggann en örfá hús og snævi þakta hrísgrjónaakra.
Ég hef upplifað fornminjar en líka nútímatækni. Að ganga upp gamlan viðarstiga í Kumamoto kastala en líka að fara upp rúllustiga í Waseda háskóla og fá hellu fyrir eyrun við að taka lyftu upp á 69. hæð í Yokohama Landmark Tower.
Ég hef upplifað öryggi en líka óöryggi. Að ganga ein heim á kvöldin en líka að  skríða undir borð á meðan húsið nötrar í jarðskjálfta.
Ég hef upplifað þægilegheit en líka vesen. Að geta hvar sem er keypt mér kalt vatn í sjálfssala eða verslað allar nauðsynjar í konbini en líka að þurfa að gera mér sér ferð mánaðarlega til að borga húsaleiguna í beinhörðum peningum.
 
Dvöl mín í Japan hefur verið ævintýri líkust en afar lærdómsrík. Ég er stolt af því að hafa getað staðið á eigin fótum í Tókýó, einni stærstu borg heims, og að hafa náð nægilega góðu valdi á japönskunni til að geta átt í samskiptum við Japani. Tungumálið hefur verið mér lykill að menningunni og hef ég fengið góða innsýn inn í hana. Þau vináttutengsl sem ég hef myndað við Japani og aðra skiptinema eru mér ómetanlega dýrmæt. Mér hefur þótt gefandi að fá að kynnast hugsunarhætti og venjum þeirra. Ég hef komist að því að á sama tíma og margt er ólíkt með Japan og Íslandi eigum við margt sameiginlegt. Japan er, eins og Ísland, eyja sem státar af fallegri náttúru, samfélagið er frekar einsleitt en fólkið er vinnusamt og leggur hart að sér. Ég er þakklát fyrir tækifærin sem mér hafa gefist til að ferðast um Japan. Á ferðalögum mínum hef ég upplifað fjölbreytileika og andstæður. Land og þjóð hefur upp á svo margt að bjóða. Ég þakka Watanabe styrktarsjóðnum kærlega fyrir mig en styrkurinn varð til þess að draumur minn og Japansævintýri varð að veruleika. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is