Háskóli Íslands

Líf í grunnvatni og þróun Crangonyx islandicus

Snæbjörn Pálsson, lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild

Í rannsókn Snæbjörns Pálssonar, lektors við Líf- og umhverfisvísindadeild, verður athugað með öflugri sýnasöfnunaraðferð en áður hefur verið beitt hvaða tegundir lifa í grunnvatnslindum á hinu eldvirka svæði Íslands.

Þær tegundir sem finnast verða flokkaðar út frá útlitseiginleikum og erfðaefni með samanburði við raðir í genabönkum. Grunnvatns-marflónni Crangonyx islandicus verður einnig safnað á þekktum fundarstöðum. Erfðafræðileg stærð og aðgreining ólíkra stofna verður metin út frá breytileika í erfðamengi tegundarinnar. Stærð stofnanna verður greind m.t.t. gæða búsvæða og staðsetningar þeirra.

Stefnt er að því að bera saman erfðamengi Crangonyx islandicus við Crangonyx pseudogracilis sem lifir við yfirborð. Rannsókn Snæbjörns hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is