Háskóli Íslands

Nepalskar konur á ferð og flugi

Ása Guðný Ásgeirsdóttir, doktorsnemi við Félags- og mannvísindadeild

Í doktorsverkefnin Ásu Guðnýjar Ásgeirsdóttur, doktorsnema við Félags- og mannvísindadeild, verða fólksflutningar nepalskra kvenna rannsakaðir með áherslu á kyngervi og þjóðerni (e. ethnicity). Rannsóknin nær til nepalskra kvenna sem búa á Íslandi og þess svæðis sem þær koma frá í Nepal.

Leitað verður svara við ákveðnum spurningum: Hver eru áhrif þjóðernis og félagslegrar og efnahagslegrar stöðu á möguleika kvenna til að flytja? Hvernig aðlagast þær því umhverfi sem þær flytja til? Breytast samskipti kynjanna og hugmyndir fólks um kyngervi í ferlinu? Hvaða áhrif hafa fólksflutningar á fólkið sem verður eftir? Stuðst verður við kenningar sem snúast um skörun, hreyfanleika, þverþjóðleika og hnattvæðingu þar sem hugmyndir um kyngervi hafa alls staðar áhrif.

Leiðbeinandi: Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild. Ása Guðný hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is