I have always been interested in cultures and wanted to travel around the world. I have been interested in Asia for a long time ever since I started to practice Taekwondo, a Korean martial art in which I have a black belt in. My interest in Japan rose when I started to watch Japanese television shows with members from Arashi, a Japanese boy band and I instantly fell in love with Japan. The members of Arashi have appeared on many different television programs and through these television shows I learnt a lot about Japan. The members in Arashi visited many interesting places, ate delicious food, and interviewed interesting people and at that point I found myself wanting to learn Japanese. At first I learned hiragana and katakana by myself, but I realized soon that wasn‘t enough and I decided to enroll in the University of Iceland and study Japanese to study about Japanese culture and to have the opportunity to study abroad in Japan.
I started to learn Japanese at the University of Iceland in the fall of 2011 after I graduated from Civil and Environmental Engineering and I do not regret that decision. Learning came easy to me and when I had to choose a school in Japan to study at, I choose Kyoto Sangyo University. The reason for choosing that school was because I wanted to study in Kyoto. I come from a small country and I thought that Tokyo may have been too big for me, and I wanted to learn about the traditional lifestyle of Japan, and Kyoto would be the perfect place for that. Kyoto is an interesting city with a long history and many intriguing and historical places. I had also read that the cherry blossoms in Kyoto were amongst the most beautiful in Japan, and many people visit the city when traveling because of the gardens, the temples and historical places.
When I came to Japan in September 2013, I had studied Japanese at the University of Iceland for 2 years, and I soon realized that I had still many things to learn. At first it was a little bit difficult being in a country where few speak English and I had to depend on my Japanese knowledge. In Japan, I hear Japanese every day and that has helped me progress in the understanding of the Japanese language. Living here has helped me understand the Japanese way of thinking, customs and the culture. In Kyoto Sangyo University I attended challenging Japanese language classes, as well as classes that were related to the culture and the history of Japan.
Shortly after I came to Japan, the seasons began to change, and fall had arrived. Kyoto is widely known for its beautiful fall leaves and many tourists come to the city to admire fall colours. Living here, I was no exception, I joined the other exchange students from the other universities to a trip to Arashiyama, which is a famous mountain known for its beautiful fall leaves. I also went to Mount Hiei with other Japanese exchange students that had studied prior in Iceland. Mount Hiei is a famous mountain known for many of its temples, as well as its beautiful fall colours.
At Kyoto Sangyo University I attended a class about Japanese culture. In the class we went on a fieldtrip to Nara. It was great to travel to Nara and learn about the history and culture of Japan’s oldest capital city. The teacher in her early days had been a tour guide, therefore she knew all about the temples and history of the city.
Watanabe – Lokaskýrsla
Ég hef alltaf haft áhuga á öðrum menningum og haft mikla þörf fyrir að ferðast um heiminn. Ég hef í gegnum tíðina haft mikinn áhuga á Asíu og er meðal annars með svarta beltið í kóreisku sjálfsvarnaríþróttinni Taekwondo. Áhugi minn á Japan hófst fyrir alvöru árið 2009 þegar ég stundaði nám við Háskóla Íslands í verkfræði. Ég byrjaði að horfa á japanska sjónvarpsþætti með meðlimum úr strákahljómsveitinni Arashi og eftir það varð ekki aftur snúið. Meðlimir Arashi eru með margskonar þætti um allt milli himins og jarðar og í gegnum þættina lærði ég heilmikið um Japan. Þeir heimsóttu áhugaverða staði, borðuðu gómsætan mat, tóku viðtöl við áhugavert fólk og ég fann mikla löngun til að læra þetta framandi tungumál. Í fyrstu lærði ég hiragana og katakana heima við en ég fann strax að það var ekki nóg og tók þá ákvörðun að læra japönsku við Háskóla Íslands og fara til Japans í skiptinám til að fá að upplifa þennan áhugaverða menningarheim sem ég kynntist í gegnum sjónvarpsþættina.
Ég byrjaði að læra japönsku við Háskóla Íslands haustið 2011 eftir að hafa útskrifast með BS gráðu í umhverfis og byggingaverkfræði og sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Námið gekk vel og þegar kom að því að velja skóla í Japan til að stunda skiptinám við, varð Kyoto Sangyo University fyrir valinu. Ástæðan fyrir því að ég valdi þann skóla var af því að mig langaði að vera í Kyoto. Þar sem ég kem frá hinu litla Íslandi var ég hrædd um að Tokyo myndi vera of stór fyrir mig og mig langaði að kynnast lífinu í Kyoto. Kyoto er stórskemmtileg borg með mikla sögu að baki og fjölmarga áhugaverða og sögulega staði til að skoða. Ég hafði einnig heyrt að kirsuberjatrén í Kyoto væru með þeim fallegri í Japan og margir Japanir koma til Kyoto þegar þeir ferðast, enda mikið að sjá, bæði fallegir garðar, fjölmörg hof og sögulegir staðir.
Þegar ég kom til Japans í september 2013 hafði ég lært japönsku í 2 ár við Háskóla Íslands og ég áttaði mig strax á því að ég átti margt eftir ólært. Í fyrstu var erfitt að vera í landi þar sem fáir tala ensku og ég þurfti eingöngu að reiða mig á kunnáttu mína í japönsku. Að vera í Japan, þar sem ég heyri japönsku óma á hverjum degi hefur hjálpað mér mjög mikið, bæði að tala og skilja japönsku betur. Að búa í landinu og umgangast Japani hjálpar manni svo um munar að skilja land og þjóð betur, bæði hugsunarhátt, hefðir og menningu. Í skólanum fór ég í krefjandi japönsku áfanga sem og áfanga sem tengdust menningu og sögu Japans.
Stuttu eftir að ég kom til Japans byrjaði að hausta og hið fullkomna veður kom. Kyoto er þekkt fyrir að hafa falleg haustlauf og margir ferðalangar koma hingað til að dáðst að þeim. Ég var þar engin undartekning á og reyndi að sjá sem flesta staði í haustlitunum. Ég fór meðal annars í hópferð þar sem ég kynntist fleirum skiptinemum frá öðrum skólum til Arashiyama sem er þekkt fyrir fallega haustliti. Einnig fór ég í ferð á fjallið Hiei með japönskum skiptinemum sem höfðu stundað skiptinám við Háskóla Ísland árið áður og haustlitirnir þar voru með þeim fegurstu sem ég hef séð.
Í skólanum mínum tók ég áfanga sem snéri að japanskri menningu og í þeim áfanga fórum við í vettvangsferð til Nara. Það var frábært að fara til Nara og fræðast um sögu og menningu staðarins. Kennarinn okkar hafði á sínum yngri árum verið leiðsögumaður á þessum slóðum þannig að hún var mikill viskubrunnur um staðinn sem gerði ferðina þeim mun ánægjulegri.
Í þessum sama áfanga fórum við einnig í vettvangsferð að sjá Jidaimatsuri, sem er stór skrúðganga í Kyoto þar sem fólk klæðir sig upp líkt og gert var í gamla daga og reynt er að hafa búningana sem raunverulegasta. Yfir tvöþúsund manns taka þátt í skrúðgöngunni og klæðast búningum samúræja, hermanna, drottninga og leikmanna allt frá Meiji tímabilinu. Það var mjög áhugavert og skemmtilegt að sjá skrúðgönguna og á sama tíma lærði bekkurinn um sögu hvers tímabils.
Ég er búin að fara í fjölmargar skoðunarferðir um Kyoto og kynnast borginni vel. Kyoto var áður höfuðborg Japans og því er mikið af sögulegum og áhugaverðum stöðum hér að finna. Hofin eru jafnglæsileg og þau eru mörg. Þau hof sem standa upp úr eru Fushimi Inari þar sem óteljandi rauð hlið fylgja þér alla leið upp að toppi fjalls, Kiyomizutera og Kinkakuji (gullna hofið). Ég heimsótti öll þessi hof oftar en einu sinni og sá þau í mismunandi árstíðum. Nálægt skólanum mínum er hofið Kamigamo-jinja og þar sá ég eitt fallegasta kirsuberjatré sem ég hef augum litið. Rétt hjá Kamigamo-jinja er áin Kamogawa. Göngutúr meðfram Kamogawa þegar kirsuberjatrén eru í blóma er draumi líkast.
Þrátt fyrir mörg ferðalög og skoðunarferðir var mikið að gera í skólanum. Ég skráði mig meðal annars í Acapella söngklúbb. Þar hitti ég skemmtilegt fólk sem hafði einnig gaman af því að syngja og ég söng með þeim á hausthátíð skólans í hátíðarsalnum. Það var gaman að undirbúa söngatriðið fyrir hátíðina og kynnast samnemendum á annan hátt. Þetta var einnig hin fínasta japönskuæfing þar sem öll samskipti fóru fram á japönsku.
Mér gafst einnig fær á því að fara með ferðaklúbbi skólans að sjá Ise hof, sem á sér mikla sögu. Hofið er gert upp á 20 ára fresti og þegar við fórum þangað var nýbúið að gera það upp. Veðrið var frábært og það var gaman að ferðast með japönskum samnemendum og ferðast á þeirra hátt og æfa japönskuna í leiðinni.
Eftir fyrri önnina í skólanum kom vorfrí. Í vorfríinu komu stóra systir mín, vinkona mín og kærastinn minn að heimsækja mig og tvíburasystur mína sem einnig er í skiptinám til Japans. Ég nýtti vorfríið til hins ítrasta og ferðaðist um Japan með gestunum frá Íslandi. Það var frábært að ferðast með þeim til Okinawa, Kyoto, Osaka, Nara og Tokyo. Þau náðu að upplifa Japan á annan máta þar sem ég skil japönsku og gat auðveldað þeim ferðalagið. Það var frábært að fá að sýna þeim Japan, landið sem ég dái og kynna því fyrir hefðum, menningu og síðast en ekki síst, gómsæta matnum.
Frá því að ég byrjaði að hafa áhuga á Japan hefur mig alltaf langað að fara til Okinawa og því var ákveðið að fara til Okinawa. Ég hafði heyrt að maturinn þar væri ljúffengur og sjórinn fallega sægrænn á litinn. Í Okinawa borðaði ég besta sushi sem ég hef smakkað á veitingastað sem heitir Kisaku og er í Naha. Þetta var lítill hefðbundinn japanskur sushi veitingastaður. Ég sat við barborðið þar sem ég og ferðafélagar mínir gátum talað við kokkinn sem og aðra gesti sem voru á staðnum. Ég endaði á því að tala heillengi við fastakúnna, sem og eiginkonu eigandans um allt milli himins og jarðar. Þremur dögum síðar sá hún okkur aftur á aðalgötunni í Naha og gaf sig á tal við okkur. Hún vildi endilega gefa okkur kökur frá Okinawa og heimtaði að gefa okkur sérstök Okinawa glerglös. Þessi kona var svo skemmtileg og áhugaverð að ég og ferðafélagar mínir ákváðum að fara aftur á veitingastaðinn seinasta daginn okkar í Okinawa og við sáum alls ekki eftir því. Við borðuðum aftur gómsætan mat, lærðum nokkur orðatiltæki í Okinawa mállýsku, ég æfði mig í japönsku og að lokum vorum við ferðafélagarnir leyst út með gjöfum.
Ég fór einnig til Zamamijima og snorklaði um í fagurgrænum sjónum og sá einn tærasta sjó sem ég hef augum litið. Á nóttunni voru stjörnurnar svo skærar og himinn svo heiðskýr að ég hef aldrei séð annað eins áður.
Við ferðuðumst einnig um Nara og ég sýndi þeim Kyoto, minn heimabæ. Að lokum var haldið til Tokyo. Það var frábært að heimsækja Tokyo og sjá öll háhýsin og fólksfjöldann. Við náðum að skoða mikið í Tokyo, meðal annars Sky tree, Asakusa svæðið, Shibuya, Shinjuku, Odaiba og svona mætti lengi telja. Tokyo er skemmtileg stórborg og einstaklega gaman að heimsækja.
Hér í Japan bý ég á heimavist fyrir erlenda skiptinema. Ég hef kynnst fólki frá öllum heimshornum og tengst fólki vináttuböndum til æviloka. Það er magnað að fá að lifa í öðru landi og kynnast landi og þjóð og enn meiri bónus að kynnast fólki frá hinum ýmsu löndum heimsins. Ég er þegar búin að bjóða mörgum að dvelja hjá mér ef þau koma í heimsókn til Íslands og nú þegar er ein vinkona búin að lofa að koma í heimsókn til mín. Ég ætla mér einnig að heimsækja aðra um víðan heim. Hér í Japan náði ég einnig að styrkja vinabönd við japanska nemendur sem voru skiptinemendur við Háskóla Íslands og við hittumst og skemmtum okkur saman.
Ég er afar þakklát fyrir stuðninginn sem Watanabe sjóðurinn hefur veitt mér. Fyrir tilstilli sjóðsins náði ég að láta draum minn rætast og fara í skiptinám til Japans, heimsækja alla áhugaverðu staðina sem mig langaði að fara til, borða gómsæta matinn og kynnast fólkinu í Japan. Það var mjög mikilvægt að fá að dvelja í Japan og var nauðsynlegur þáttur til að geta lært tungumálið til fullnustu. Ég mun ævinlega vera þakklát fyrir það tækifæri sem Watanabe sjóðurinn veitt mér og traustið sem sjóðurinn sýndi mér. Dvölin í Japan hefur verið ógleymanleg og draumi líkust og þessi lífsreynsla mun nýtast mér alla ævi.
Sólrún Svava Skúladóttir