Háskóli Íslands

Þjóðernishyggja og fornleifafræði á endimörkum Evrópu

Angelos Parigoris, doktorsnemi við Sagnfræði- og heimspekideild

Fornleifafræði sem hluti af menningarmótun er hvati fyrir myndun, viðhald og styrkingu þjóðareinkenna og þjóðernishyggju. Í slíku samhengi verða fornleifafræðingar að túlka og viðhalda hinu sameiginlega minni. Þeir gegna mikilvægu hlutverki er varða pólitísk kerfi sem endurspeglast í því hvernig fornminjar eru í síendurteknum mæli notaðar til að styrkja málstað þjóðernishreyfinga.

Rannsókn Angelos Parigoris, doktorsnema við Sagnfræði- og heimspekideild, miðar að því að sundurgreina ofangreind atriði fornleifafræðinnar, framlag hennar til sköpunar þjóðernislegra, staðbundinna og evrópskra einkenna ásamt því að sýna fram á að fornleifafræði er ekki ónæm fyrir utanaðkomandi hagsmunum og þörfum. Með samanburðargreiningu á Íslandi og Grikklandi verður reynt að sýna fram á að þjóðernishyggja og fornleifafræði þróast af sjálfsdáðum og í sömu mynd við endimörk Evrópu.

Leiðbeinandi: Gavin Murray Lucas, dósent við Sagnfræði- og heimspekideild. Angelos hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is