Háskóli Íslands

Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands

Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands er yfirheiti yfir safn sjóða (Rannsóknasjóður HÍ, Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands og aðrir sjóðir sem koma að styrkveitingu hverju sinni) sem sérstaklega er ætlað að styrkja stúdenta til doktorsnáms við Háskóla Íslands. Stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands annast úthlutun úr sjóðnum

Tilgangur doktorsstyrkjasjóðs er að styrkja efnilega stúdenta til doktorsnáms við háskólann og efla með því háskólann sem alþjóðlegan rannsóknaháskóla og um leið eftirsóknar­verðan kost fyrir doktorsnema.

Stúdentar sem uppfylla inntökuskilyrði viðkomandi deildar í doktorsnám og fastráðnir kennarar eða sérfræðingar við Háskóla Íslands, sem ráðnir eru á grundvelli hæfnisdóms og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til leiðbeinenda í Viðmiðum og kröfum um gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands, geta sótt um styrk til sjóðsins. Upphæð styrks er 425.000 kr./mán (frá og með 2019 úthlutun).

ENGLISH

Nánari upplýsingar hjá vísinda- og nýsköpunarsviði

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is