Háskóli Íslands

Hrafnkelssjóður

Hrafnkelssjóður er minningarsjóður Hrafnkels Einarssonar en úr honum er úthlutað annað hvert ár þann 13. ágúst á afmælisdegi Hrafnkels (þó er sú ákvörðun bundin við sjóðsstjórn).

Sjóðurinn var stofnaður með 300 krónum sem Hrafnkell lét eftir sig í reiðufé og hefur verið til síðan 1927 en samkvæmt skipulagsskrá var fyrsta úthlutun úr honum árið 2005.

Hlutverk sjóðsins er að veita íslenskum stúdentum styrk, þeim er þess þurfa, til þess að sækja nám við erlenda háskóla og skiptir ekki máli, þó að þeir geti notið samskonar náms við Háskóla Íslands.

En eftirtalin skilyrði fyrir að njóta styrks úr sjóðnum, auk skilyrða þeirra, er síðar kunna að verða sett þarf stúdent að uppfylla:

  • Styrkþegi verður að hafa lokið íslensku stúdentsprófi og hlotið að minnsta kosti aðra einkunn.
  • Hann skal hafa kynnt sig að námfýsi, drengskap og háttprýði að dómi kennara sinna og skólasystkina.
  • Hann skal hafa greitt Hrafnkelssjóði minnst 15 - fimmtán - krónur.
  • Beri svo til, að þeir sem styrks leita úr sjóðnum, séu um flestir jafnir að verðleikum, en þó sé annar eða einn, ef umsækjendur eru fleiri en tveir, mest vanbúinn sakir fjárskorts, þá skal hann ganga fyrir hinum um styrkinn að öðru jöfnu.

Allar frekari upplýsingar um sjóðinn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is