Háskóli Íslands

Menntasjóður Læknadeildar

Markmið sjóðsins er að styrkja nemendur í Læknadeild til náms, rannsókna eða símenntunar erlendis, sem og að styrkja fyrirlestrahald eða fræðslustarf í læknavísindum hérlendis.
 
Menntasjóður Læknadeildar er safn sjóða sem tengjast Læknadeild og læknavísindum og eru sameinaðir til þess að styðja við nemendur í Læknadeild Háskóla Íslands og styrkja jafnframt fræðslu til að efla læknavísindi á Íslandi. Sjóðirnir eru:
  • Legat Guðmundar Magnússonar prófessors og Katrínar Skúladóttur (1922)
  • Minningarsjóður John McKenna Pearson (2001)
  • Starfssjóður Læknadeildar (1987)

Stjórn Menntasjóðs Læknadeildar er skipuð þremur einstaklingum, deildarforseta, varadeildarforseta og deildarstjóra Læknadeildar Háskóla Íslands hverju sinni. Í stjórn sjóðsins sitja nú:

  • Engilbert Sigurðsson prófessor, es@hi.is
  • Ingibjörg Harðardóttir prófessor, ih@hi.is
  • Erna Sigurðardóttir deildarstjóri, ernas@hi.is

Skipulagsskrá fyrir Menntasjóð Læknadeildar (PDF)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is