Háskóli Íslands

Sextán fá styrki til að efla vísindatengsl Íslands og Japans

Tólf vísindamenn og nemendur við Háskóla Íslands eru á leiðinni til Japans til náms og rannsókna og fjórir japanskir nemendur koma til náms við Háskóla Íslands fyrir tilstilli Watanabe-styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands. Styrkjum var úthlutað úr sjóðnum miðvikudaginn 16. maí í Hátíðasal Háskóla Íslands að viðstöddum stofnanda sjóðsins, Toshizo Watanabe. Við sama tilefni var tilkynnt um það að Watanbe hefði ákveðið að leggja til tveggja milljóna dollara viðbótarframlag, jafnvirði rúmlega 200 milljóna króna, í . Sjóðurinn hefur einnig styrkt íslenska fræðimenn til rannsóknardvalar í Japan og sömuleiðis japönsk starfssystkin til dvalar hér og þannig stuðlað að auknu rannsóknasamstarfi milli Íslands og Japans á ýmsum fræðasviðum. 
 
Framlag Watanabes til Háskóla Íslands er ein stærsta peningagjöf sem einstaklingur hefur fært skólanum og með tveggja milljóna dollara viðbótarframlagi nú sagðist Watanabe vonast til að geta stutt enn fleiri íslenska og japanska nemendur og fræðimenn til samstarfs. Með þessu vildi hann einnig undirstrika mikilvægi tengsla milli ólíkra menningarheima, m.a. á sviði vísinda og mennta.
 
Sextán nemendur og fræðimenn hljóta styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum að þessu sinni og nemur styrkupphæðin samanlagt um ellefu milljónum króna. Styrkhafar eru:
 
Nino Hosobuchi, nemi í viðskiptafræði og félagsfræði við International Christian University í Japan, sem hlýtur styrk til skiptináms við Háskóla Íslands. 
 
Bára Binghua Shen Jóhannesdóttir, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, sem hlýtur styrk til skiptinámsdvalar við Kansai Gaidai háskólann í Japan.
 
Hulda Rún Finnbogadóttir, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, sem fær styrk til námsdvalar við Shimane-háskóla í Japan.
 
Gylfi Þ. Gunnlaugsson, BS-nemi í stærðfræði og heimspeki við Háskóla Íslands, sem hlýtur styrk til námsdvalar við Kyoto-háskóla í Japan.
 
Tsunoda Akane, BA í ensku og samskiptafræðum, sem hlýtur styrk til MA-náms við Háskóla Íslands á sviði bókmennta, menningar og fjölmiðlafæði. 
 
Moe Watanabe, MS-nemi við Tokyo University of Foreign Studies í Japan, sem hlýtur styrk til að nema íslenskt mál og menningu við Háskóla Íslands. 
 
Catherine Rachel Gallagher, doktorsnemi í jarðfræði við Háskóla Íslands og Durham-háskóla, sem fær styrk til dvalar við Okayama-háskóla í Japan til að sinna rannsóknum tengdum doktorsnámi hennar.
 
Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði, sem fær styrk til að dvelja við DPRI Kyoto University í Japan og sinna rannsóknum tengdum hamfarastjórnun. 
 
Megumi Nishida, doktorsnemi í menntavísindum við Háskóla Íslands, sem hlýtur styrk til rannsóknardvalar við Hokkaido-háskóla í Japan til að sinna doktorsverkefni sínu en það snýr m.a. að skóla án aðgreiningar.
 
Robert Alexander Askew, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands, sem hlýtur styrk til dvalar við Okayama-háskóla þar sem hann hyggst sinna rannsóknum í jarðefnafræði.
 
Valgerður Tinna Gunnarsdóttir, doktorsnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands, sem fær styrk til að rannsaka japanska fagurfræði en hún mun m.a. heimsækja Shibaura Institute of Technology í Japan. 
 
Séverine Biard, nýdoktor í stærðfræði við Háskóla Íslands, sem fær styrk til að heimsækja Shizuoka-háskóla í Japan til að þróa áfram rannsóknarsamstarf við Masanori Adachi, prófessor við Shizuoka.
 
Uta Reichardt, sem lauk doktorsprófi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands fyrr í þessum mánuði, sem hlýtur styrk til dvalar við Kyoto-háskóla til að kynna sér myndræna miðlun upplýsinga um hættu til ferðalanga. 
 
Guðrún Valdimarsdóttir, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, sem hlýtur styrk til að heimsækja Fumiko Itoh, prófessor við Lyfjafræðiháskóla Tókíóborgar, til að kynna sér tilteknar aðferðir tengdar stofnfrumurannsóknum.
 
Kristín Ingvarsdóttir, doktor frá Hitotsubashi háskóla í Japan og stundakennari við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, sem fær styrk til mánaðardvalar við Waseda-háskóla í Japan til rannsókna sem tengjast samskiptum Íslands og Japans í gegnum tíðina.  
 
Pétur Henry Petersen, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, sem hlýtur styrk til rannsóknardvalar við Kyushu-háskóla í Japan þar sem hann hyggst einnig koma á tengslum við japanska vísindamenn á sviði taugavísinda.
 
Nánar um Watanabe-styrktarsjóðinn við Háskóla Íslands
 
Watanabe-styrktarsjóðurinn var eins og fyrr segir stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og hefur það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans.  
 
Toshizo Watanabe, sem lagði fram stofnfé sjóðsins, er frumkvöðull og einn af aðstandendum Nikken-fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum.  Í skiptinámi sínu við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum kynntist  hann Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Watanabe fékk styrk til námsferðarinnar í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms. Watanabe vildi endurgjalda aðstoðina með því að setja sjálfur á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis. Hann hafði því samband við Geir H. Haarde, gamla skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóð við íslenskan háskóla.
 
Toshizo Watanabe ávarpaði styrkþega og aðra gesti við athöfnina í dag. Hann situr í stjórn styrktarsjóðsins ásamt Má Mássyni, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands. Ingimundur Sigfússon, cand.jur. og fyrrverandi sendiherra í Japan, sat einnig í stjórninni en hann lést fyrr á þessu ári.sjóðinn og nemur höfuðstóll hans því fimm milljónum dollara nú.  
 
Þetta er í áttunda sinn sem styrkjum er úthlutað úr Watanabe-styrktarsjóðnum en hann var settur á laggirnar árið 2008 með þriggja milljóna dollara framlagi frá Toshizo Watanabe. Sjóðnum er ætlað að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans og á síðustu árum hefur hann bæði veitt stúdentum við Háskóla Íslands tækifæri á að stunda nám við japanska háskóla og stutt japanska stúdenta til náms við HÍ
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is