Háskóli Íslands

Watanabe styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands

English version.

Í september 2008 voru lögð drög að stofnun Watanabe-styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands. Stofnandi sjóðsins er Toshizo "Tom" Watanabe. Stofnféð var að upphæð US$ 3.000.000. Árið 2018 bætti Toshizo Watanabe veglegri peningagjöf í sjóðinn að upphæð US$ 2.000.000.

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til námsdvalar í Japan og á Íslandi, bæði nemendum í grunnnámi og framhaldsnámi, auk þess að stuðla að kennaraskiptum.

Umsóknarfrestur um styrki í sjóðinn er 15. janúar ár hvert. Umsóknir og fylgigögn skal senda í tölvupósti á ask@hi.is Athugið að umsóknir og fylgigögn eiga að vera á ensku.

Sjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og er stofnun sjóðsins liður í því að styrkja mikilvæg fræðileg tengsl Íslands og Japans. Sjóðurinn veitir íslenskum stúdentum og vísindamönnum tækifæri til að nema og starfa í japönsku samfélagi og það sama gildir um japanska stúdenta og vísindamenn, sem eiga þess kost að koma hingað.

Stofnandi sjóðsins, Tozisho Watanabe, lauk MBA námi frá Pepperdine Univerisity í Kaliforníu 1992. Hann er stofnandi Nikken-fyrirtækisins, sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Á yngri árum var hann nemi við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum og kynntist þar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Watanabe fékk styrk til námsins í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms. Við undirritun stofnskrár sjóðsins sagðist Watanabe vilja gjalda fyrir aðstoðina með þ ví að setja sjálfur á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erelendis. Hann hafði því samband við Geir Haarde, gamlan skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóðs við íslenskan háskóla.

Stjórn sjóðsins er skipuð þremur fulltrúum til þriggja ára. Rektor Háskóla Íslands skipar formann sjóðsins, Tom Watanabe og Geir Haarde, eða ættingjar þeirra, einn stjórnarmann hvor.

Í stjórn sjóðsins sitja Már Másson, prófessor í lyfjaefnafræði, sem jafnframt er formaður stjórnar, Toshizo „Tom“ Watanabe, stofnandi sjóðsins, og dr. Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum við Mála- og menningardeild, Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar: Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri Skrifstofu alþjóðasamskipta, haflidis@hi.is, Helga Brá Árnadóttir, verkefnastjóri Styrktarsjóða Háskóla Íslands, helgab@hi.is, 525-5894 og Már Másson, formaður stjórnar, mmasson@hi.is.

Hér má að lesa reynslusögur og frásagnir fyrrverandi styrkhafa Watanabe sjóðsins við Háskóla íslands.

Reynslusögur

Umsóknareyðublað (.doc).

Skipulagsskrá (.pdf).

Fréttir

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is