Háskóli Íslands

Styrkir til doktorsnema á Menntavísindasviði

Styrktar- og rannsóknasjóður Þuríðar J. Kristjánsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til doktorsnema á Menntavísindasviði, einkum vegna rannsókna á sviði kennslumála. 
 
Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst 2023.
 
Við úthlutun verður sérstaklega litið til:
a.    rannsóknarverkefna á sviði skólastarfs og kennslumála
b.    þróunarverkefna sem efla fræðilegt og faglegt framlag á sviðinu
 
Hægt er að sækja um styrki vegna ráðstefnuferða, námskeiða, alþjóðlegs samstarfs, tækjakaupa, launakostnaðar og kostnaðar við rannsóknir. 
 
Heildarupphæð úthlutaðra styrkja er allt að kr. 1.000.000,-
 
Í umsókn um styrk þurfa eftirtalin atriði að koma fram:
 
•    Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
•    Helstu atriði úr náms- og starfsferilsskrá umsækjanda.
•    Heiti verkefnis, markmið og vísindalegt gildi.
•    Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, að hámarki 150 orð, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk.
•    Veigameiri lýsing á verkefninu, að hámarki ein blaðsíða, þar sem fram kemur lýsing á markmiðinu með verkefninu, framkvæmd þess og mati á afrakstri, ásamt umfjöllun um hvernig verkefnið samrýmist markmiðum sjóðsins. Tímaáætlun og fjárhagsáætlun verkefnis.
 
Ef um rannsóknarverkefni er að ræða skal gera grein fyrir helstu efnisþáttum þess.
•    Samstarfsaðilar verkefnis ef við á.
•    Hvernig styrkurinn verður notaður, hljóti verkefnið styrk.
•    Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning.
•    Nöfn, símanúmer og netföng mögulegra meðmælenda.
 
Hámarkslengd umsóknar skal vera þrjár síður fyrir utan fylgiskjöl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn sjóðanna áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.
 
Áhersla er lögð á vönduð fræðileg vinnubrögð við gerð umsóknar.
 
Gert er ráð fyrir að styrkþegi skili sjóðnum skýrslu með helstu niðurstöðum og árangri af verkefninu þegar því lýkur.
 
Áætlað er að úthlutun fari fram 29. september við lok Menntakviku.
 
 
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu sjóðsins á sjóðavef Háskóla Íslands, www.sjodir.hi.is. Einnig hjá Mörtu Goðadóttur, markaðs- og samskiptastjóra Menntavísindasviðs, martagodadottir@hi.is
 
Um sjóðinn
Styrktar- og rannsóknasjóður Þuríðar J. Kristjánsdóttur var stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands árið 2019. Stofnframlag sjóðsins er gjöf Þuríðar Jóhönnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi prófessors við og aðstoðarrektors Kennaraháskóla Íslands, sem lést árið 2018. Í erfðaskrá sinni arfleiddi hún Háskóla Íslands að húseign sinni og öðrum eigum með það að markmiði að stofna styrktarsjóð. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is