Háskóli Íslands

Styrkir til eflingar náttúruvísindum og efnafræði

Minningarsjóður Aðalsteins Kristjánssonar til eflingar náttúruvísindum og efnafræði við Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að veita nemendum og/eða fræðimönnum við Háskóla Íslands styrki til rannsókna í raunvísindum.
 
Umsóknarfrestur er til og með  1. mars 2021.
 
Að þessu sinni verða veittir styrkir til doktorsnema í raunvísindum við Háskóla Íslands sem þurfa að bæta fjórða árinu við án öruggrar fjárveitingar.  
 
Heildarfjárhæð úthlutunar er allt að kr. 2.000.000 
 
Í umsókn um styrk þurfa eftirtalin atriði að koma fram:
 
  • Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang. 
  • Heiti verkefnis, markmið og vísindalegt eða hagnýtt gildi.
  • Útdráttur: Hnitmiðuð lýsing á verkefninu,  sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk. (hámark 150 orð)
  • Veigameiri lýsing á verkefninu  þar sem fram kemur nánari lýsing á markmiðinu með verkefninu, framkvæmd þess og afrakstri (hámark 450 orð).
  • Upphaf verkefnis (mánuður, ár).
  • Tímaáætlun og fjárhagsáætlun verkefnis.
  • Samstarfsaðilar og aðrir styrkaðilar verkefnis ef við á.
  • Hvernig styrkurinn verður notaður hljóti verkefnið styrk.
  • Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning.
  • Nöfn, símanúmer og netföng tveggja mögulegra meðmælenda.
  • CV og ritaskrá (fylgiskjal).

Hámarkslengd umsóknar skal vera þrjár síður fyrir utan fylgiskjöl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti. 

 
Styrkþegi skal gera grein fyrir stöðu verkefnisins að ári liðnu. Ef styrkur er ekki nýttur í samræmi við umsókn skal honum skilað.
 
Áætlað er að úthlutun fari fram á vormánuðum 2021.
 
Umsóknum skal skila sem viðhengi á netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands: sjodir@hi.is.
 
Sjóðurinn var stofnaður 1978 með dánargjöf Aðalsteins Kristjánssonar, er bjó lengstum í Winnipeg í Kanada og síðast í Puente, Los Angeles, Kaliforníu, en Aðalsteinn lést hinn 14. júlí 1949.
 
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins á sjóðavef Háskóla Íslands, www.sjodir.hi.is. Einnig hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnisstjóra Styrktarsjóða Háskóla Íslands, helgab@hi.is, sími 525-5894.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is