Ingjaldssjóður auglýsir eftir umsóknum
Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Ingjaldssjóði á árinu 2017. Nemendur Háskóla Íslands sem stunda eða ætla að leggja stund á framhaldsnám erlendis (meistara- og doktorsnáms) í rekstrarstjórnun eða alþjóðlegum viðskiptum eiga kost á styrk. Einnig nemendur í framhaldsnámi í tónlistarnámi erlendis (meistara- og doktorsnámi). Aðeins þær umsóknir koma til greina sem falla að markmiðum sjóðsins.
Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2017.
Tilgangur Ingjaldssjóðs helgast af fyrirmælum í erfðaskrá Ingjalds Hannibalssonar. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja efnilega nemendur Háskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis í rekstrarstjórnun, alþjóðlegum viðskiptum eða nemendur í tónlist.
Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja getur verið allt að kr. 2.500.000
Óskað er eftir að í umsókn komi fram:
i. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
ii. Framhaldsnám og stutt og lýsing á námsbraut og sérhæfingu sem sótt er um, sem nýta má til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti umsóknin styrk.
iii. Nánari lýsing á framhaldsnáminu (1. bls. A4), auk upplýsinga um skólann ásamt staðfestingu á skólavist.
iv. Tímaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir námið, ásamt upplýsingum um annan fjárhagslegan stuðning sem sótt er um vegna námsins.
v. Helstu atriði úr náms- og starfsferli umsækjanda, þar með talið staðfestingu á námsárangri til fyrstu háskólagráðu. Tónlistarnemar sendi jafnframt upptökur með leik / söng eða afriti af tónsmíðum.
vi. Hnitmiðuð greinargerð (1 bls. A4) um það hvernig umsókn samræmist markmiði og tilgangi sjóðsins, að mati umsækjanda.
Styrkþega ber að skila sjóðnum skriflegri greinargerð um stöðu námsins innan árs frá afhendingu styrks.
Hámarkslengd umsóknar eru þrjár síður. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.
Umsóknum, merktum Ingjaldssjóði, skal skila sem viðhengi á netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands, sjodir@hi.is. Áætlað er að styrkjum verði úthlutað þ. 17. nóvember, 2017, á fæðingardegi Ingjalds Hannibalssonar.
Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á heimasíðu Háskóla Íslands, www.hi.is, á sjóðavef Háskóla Íslands, www.sjodir.hi.is, eða hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnisstjóra Styrktarsjóða Háskóla Íslands, helgab@hi.is, sími 525-5894.