Þann 6. júní árið 2003 var þremur styrkjum úthlutað úr sjóðnum.
Elín Einarsdóttir, námsráðgjafi við Digranesskóla, hlaut styrk til samanburðarrannsókna á eðli og orsökum eineltis í grunnskólum á Íslandi og í Noregi.
Vanda Sigurgeirsdóttir, þá meistaranemi við Kennaraháskóla Íslands, hlaut styrk til rannsóknar meðal 700 íslenskra kennara við 21 grunnskóla landsins, sem ætlað var að varpa ljósi á viðhorf kennara til eineltis og hversu vel í stakk búnir þeir töldu sig vera til að bregðast við einelti í umhverfi sínu.
Inga Dóra Sigfúsdóttir félagsfræðingur, fyrir hönd Rannsókna og greiningar, hlaut styrk til ransóknarinnar „Einelti meðal íslenskra unglinga: Umhverfi og aðstæður“.
Þann 22. maí 2010 var úthlutað úr sjóðnum.
Styrkurinn nam 2,2 milljónum króna og hlaut Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni styrkinn til að rannsaka einelti gegn börnum á Íslandi. Um er að ræða heildstæða, þverfræðilega rannsókn í samvinnu við Lagadeild, Félagsráðgjafardeild og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið verður unnið af meistaranemum á þessum fræðasviðum.
Verkefnisstjóri eineltisrannsóknarinnar er Þórhildur Líndal,
forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr í fjölskyldumálefnum.
Enn fremur taka Halldór S. Guðmundsson, lektor við Félagsráðgjafardeild
Háskóla Íslands og Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við
Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ, þátt í undirbúningi og
umsjón rannsóknarinnar. Umsjón og stjórnsýsla verkefnisins verður í
höndum Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr í fjölskyldumálefnum í
samvinnu við Félagsráðgjafardeild, Lagadeild og Menntavísindasvið
Háskóla Íslands. Ráðgefandi sérfræðingur við framkvæmd rannsóknarinnar
verður dr. Brynja Bragadóttir.