Við stofnun styrktarsjóðs/minningarsjóðs er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga.
- Til hvers er sjóðurinn, hvert er hlutverk hans og hvað á hann að styðja við?
- Hvernig á sjóðurinn að framfylgja markmiði sínu, veita styrki til verkefna, rannsókna, stúdenta fræðimanna, útgáfu, fyrirlestrahalds eða annars?
- Hver er fjárhagslegur rammi sjóðsins?
- Hvert er stofnfé sjóðsins? Aflar hann fjár með öðrum hætti t.d. minningargjjöfum eða fær hann tekjur af eingum sínum með einhverjum hætti?
- Hvernig er stjórn sjóðsins háttað, hverjir sitja í stjórn, hvert er hlutverk stjórnar, hvernig er skipað í stjórn og til hve langs tíma?
- Hver fer með vörslu og umsjón sjóðsins?
Sé ætlunin að stofna sjóð við Háskóla Íslands er fyrsta skrefið að svara ofangreindum spurningum og setja saman drög að skipulagsskrá í samstarfi við umsjónarmann Styrktarsjóðanna, Helgu Brá Árnadóttur í síma 525-5894, sjodir@hi.is.