Háskóli Íslands

Skipun stjórnar

Svo sjóður fái formlegt samþykki þarf skipun stjórnar sjóðsins skv. skipulagsskrá hans að liggja fyrir. Stjórnarmenn þurfa að skrifa undir yfirlýsingu um setu í stjórn sjóðsins og skal yfirlýsing þessi send sýslumanni til staðfestingar við stofnun sjóðs ásamt stofnskrá til samþykktar og þinglýsingar.

Stjórnir þeirra sjóða sem heyra undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands starfa í samræmi við staðfestar skipulagsskrár. Hlutverk stjórnar er m.a. að skipta með sér verkum, setja úthlutunarreglur og nánari starfsreglur um úthlutanir svo sem einstakar styrkfjárhæðir, umsóknarfresti og ferli umsókna, innan ákvæða skipulagsskrá. Reglur um úthlutanir styrkja úr sjóðum skal endurskoða reglulega/árlega.

Stjórnin hefur umsjón með styrkveitingum og gerir tillögur til rektors og/eða umsjónarmanns Styrktarsjóða Háskóla Íslands um úthlutanir styrkja.

Sjóðsstjórn heldur formlega fundargerðarbók um starf sitt og afritum fundargerða skal skilað til umsjónarmanns Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Yfirlýsing stjórnamanna (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is