Háskóli Íslands

Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors

Tilgangur sjóðsins er að veita stúdentum eða kandídötum í íslensku og sagnfræði styrki til einstakra rannsóknarverkefna er tengjast námi þeirra.

Sjóðurinn er stofnaður árið 1983 til minningar um prófessor Jón Jóhannesson, er lést 4. maí 1957, með gjöf ekkju prófessors Jóns, frú Guðrúnar P. Helgadóttur, og með minningargjöfum samstarfsmanna, nemenda, ættingja og vina hans. 

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Staðfest skipulagsskrá (.pdf).

Yfirlit yfir starf minningarsjóðs dr. phil. Jóns Jóhannessonar 1983-2003 (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is