Háskóli Íslands

Sagnfræðisjóður Aðalgeirs Kristjánssonar

Sjóðurinn skal hafa það að markmiði, samkvæmt erfðaskrá Aðalgeirs, að rannsaka hina sérstöku alþýðumenningu í Þingeyjarsýslu sem þar varð til á síðari hluta 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu, rætur hennar, einkenni, vöxt hennar og viðgang.
 
Sjóðurinn er stofnaður til minningar um Aðalgeir Kristjánsson (f. 30. maí 1924, d. 18. júlí 2021).
 
Aðalgeir lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands árið 1953, stundaði framhaldsnám við Óslóarháskóla 1954–55 og vann við rannsóknir og útgáfustörf í Kaupmannahöfn veturna 1955–58. Árið 1974 varði hann við Háskóla Íslands doktorsritgerð sína Brynjólfur Pétursson, ævi og störf. Hann var settur bókavörður við Landsbókasafn Íslands 1959–1961, en starfaði sem skjalavörður við Þjóðskjalasafn Íslands frá árinu 1961 til starfsloka, og sem fyrsti skjalavörður frá 1970. Aðalgeir stundaði ritstörf og rannsóknir meðfram störfum á Þjóðskjalasafninu, og að loknum embættisskyldum einbeitti hann sér að sagnfræðirannsóknum. Aðalgeir telst meðal virtustu og afkastamestu sagnfræðinga seinni tíma, en sérsvið hans var 19. öldin og ekki síst stjórnmálasaga, menningarsaga og samskipti Dana og Íslendinga.
 
Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.
 
Stjórn sjóðsins skipa:
  • Ragnheiður Kristjánsdóttir prófessor
  • Guðmundur Hálfdánarson prófessor
  • Kristján Árnason, prófessor emeritus

Skipulagsskrá fyrir Sagnfræðisjóð Aðalgeirs Kristjánssonar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is