Háskóli Íslands

Stofnskrá

Þau atriði sem fram þurfa að koma í skipulagsskrá/stofnskrá eru eftirfarandi:

  1. Nafn sjóðs eða stofnunar.
  2. Heimili og varnarþing stofnunar.
  3. Hverjir eru stofnendur.
  4. Fjárhæð stofnfjár, að lágmarki kr. 692.000.
  5. Hvaðan stofnfé kemur.
  6. Hvernig beri að ávaxta stofnfé.
  7. Markmið og tilgangur stofnunar.
  8. Hvernig fé stofnunar skuli lvarið til að ná markmiðum hennar.
  9. Hver skuli bera ábyrgð á fjárvörslu stofnunar.
  10. Hvernig stjórn sjóðs eða stofnunar skuli skipuð og hún endurnýjuð.
  11. Hvernig endurskoðendur stofnunar skuli valdir.
  12. Hvernig standa skuli að breytingum á skipulagsskrá.
  13. Hvernig standa skuli að niðurfellingu á skipulagsskrá.
  14. Ákvæði um að leita skuli staðfestingar sýslumanns á skipulagssrkánni.

 

Stofnskrá sjóðsins þarf að undirrita og senda til samþykkis til sýslumannsins á Sauðárkróki ásamt kvittun um innlögn stofnfjár og yfirlýsingu stjórnarmanna um setu í stjórn sjóðsins. Jafnframt þarf að greiða þinglýsingargjald vegna birtingar stofnskrár í Lögbirtingarblaðinu. Þegar sýslumaður hefur samþykkt og þinglýst stofnskrá sjóðsins telst hann formlega stofnaður.

Yfirlýsing stjórnar (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is