Háskóli Íslands

Stjórn

Í skipulagsskrá sjóðsins kemur fram að stjórnin skal skipuð þremur fulltrúum. Einn fulltrúi er skipaður af rektor Háskóla Íslands en meðan Sigríður er á lífi og hefur andlega getu til skipar hún tvo fulltrúa í stjórnina og skulu þeir sitja svo lengi sem þeir hafa vilja til. Eftir andlát Sigríðar og þegar fulltrúar hennar láta af störfum skal sjóðsstjórn skipuð til tveggja ára í senn, þar sem rektor skipar einn fulltrúa, bæklunarlækningasvið Landspítala – háskólasjúkrahúss einn fulltrúa og barnalækningasvið Læknadeildar Háskóla Íslands einn fulltrúa.

Stjórnin var endurnýjuð á 5. stjórnarfundi sem haldinn var 12. desember 2008.
Sú breyting var gerð á stjórninni að Þorvaldur Ingvarsson tók að sér starf formanns stjórnar í stað Vigdísar Pétursdóttur, sem verður þá óbreyttur stjórnarmaður. Að öðru leyti voru engar breytingar gerðar á stjórn sjóðsins.

Í stjórn sjóðsins sitja:

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is