Háskóli Íslands

Styrkúthlutanir

Almanakssjóður styrkti útgáfu á „Tímariti um raunvísindi og stærðfræði“, sem kom út árið 2003, bæði sem vefrit (www.raust.is) og í prentuðu formi.

Vísindavefur Háskóla Íslands fékk úthlutað kr. 1.000.000 úr Almanakssjóði árið 2003. Styrkurinn var veittur vegna útgáfu bókarinnar „Af hverju er himininn blár?“: Spurningar og svör af Vísindavefnum“, sem kom út í maí það sama ár.

Árið 2003 hlaut tímaritið RAUST styrk úr sjóðnum að upphæð kr. 300.000. Að tímaritinu standa fjögur fræðafélög: Eðlisfræðifélag Íslands, Íslenska stærðfræðafélagið, Efnafræðifélag Íslands og Stjarnvísindafélag Íslands.

Ritstjórn „Tímarits um raunvísindi og stærðfræði“, hlaut styrk úr Almanakssjóði árið 2004 að upphæð kr. 250.000 til að standa undir prent- og dreifingarkostnaði við útgáfu ritsins.

Árið 2004 hlaut tímaritið RAUST styrk úr sjóðnum að upphæð kr. 250.000.

Þorsteinn Sæmundsson vísindamaður hlaut styrk úr sjóðnum árið 2005 vegna kostnaðar við að gera Almanak Háskólans aðgengilegt á Veraldarvefnum. Upphæð styrksins nam kr. 230.000.

Árið 2005 hlaut tímaritið RAUST styrk úr sjóðnum að upphæð kr. 500.000.

Vísindavefur Háskóla Íslands hlaut styrk úr sjóðnum árið 2006 til að kosta ferð starfsmanns sjóðsins, Margrétar Bjarkar Sigurðarsdóttir, á ráðstefnu í vísindamiðlun. Ráðstefnuferðin var liður í undirbúningi verkefnisins Raunvísindi og konur. Styrkurinn nam kr. 233.504.

Árið 2006 hlaut Ari Ólafsson vísindamaður styrk f.h. útgáfu rits um stærðfræði – RAUST. Styrkurinn nam kr. 900.000.

Ragnar Sigurðsson, stærðfræðiskor raunvísindadeildar, hlaut styrk að upphæð kr. 500.000 úr sjóðnum árið 2007 fyrir verkefnið: Reiknisetur stærðfræðinnar. Tilgangur verkefnisins var að kenna stúdentum að nota tölvur sem hjálpartæki í stærðfræðinámi við Háskóla Íslands. Verkefnið hafði einnig hlotið styrk úr Kennslumálasjóði. 

Veittur var styrkur úr sjóðnum árið 2008 til Lárusar Thorlacius, prófessors í eðlisfræði, til að greiða kostnað við þátttöku Þóreyjar Maríu Maríusdóttur, BS-nema í eðlisfræði við Háskóla Íslands, í CERN Summer Student Programme. Íslendingar eru formlegir aðilar að CERN en samstarfssamningur milli íslenskra stjórnvalda og CERN auðveldar þátttöku íslenskra vísindamanna í rannsóknum á vegum CERN. Í krafti samningsins hefur íslenskum stúdentum boðist að taka þátt í sumarnámskeiðum CERN í Sviss.

Íslenska stærðfræðafélagið hlaut styrk úr Almanakssjóði árið 2009 til að vinna að endurútgáfu og prentun á Orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins að upphæð kr. 500.000.

Endurútgáfa Orðaskrár Íslenska stærðfræðafélagsins

Styrkur veittur úr Almanakssjóði í september 2009.

Íslenska stærðfræðafélagið hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að endurútgáfu og prentun á Orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins að upphæð kr. 500.000.

Orðaskráin var fyrst gefin út hjá Háskólaútgáfunni árið 1998 í 1000 eintökum en hefur selst upp. Stjórn félagsins leggur áherslu á að orðaskráin sé alltaf til á bók og hefur beðið ritstjórn hennar að vinna að nýrri útgáfu. Stefnt er að því að orðaskráin verði bæði til í góðu bandi og í ódýrri kilju.

Rafrænt uppflettiform orðaskrárinnar er á vefsíðu félagsins.

Íslenska stærðfræðafélagið var stofnað árið 1947. Tilgangur félagsins er að efla stærðfræði á Íslandi og vera vettvangur Íslendinga fyrir alþjóðlegt samstarf stærðfræðinga. Formaður þess er Ragnar Sigurðsson og ritstjóri orðaskrárinnar er Reynir Axelsson.

Almanakssjóður var stofnaður árið 1973. Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja rannsóknir í stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum.

Frekari upplýsingar veitir Helga Brá Árnadóttir, verkefnisstjóri styrktarsjóða og hollvina Háskóla Íslands, helgab@hi.is.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is