Tilgangur sjóðsins er að veita styrki stúdentum og kandídötum er leggja stund á náttúruvísindi (þar á meðal og án þess að talning sé tæmandi í lífeðlisfræði, líffræði, eðlisfræði, jarðfræði, grasafræði, efnafræði, jarðeðlisfræði og haffræði), svo og kennurum og rannsóknarmönnum við Háskóla Íslands á greindum vísindasviðum til einstakra rannsóknarverkefna. Veita má stúdentum og kandídötum styrki, þótt þeir nemi við erlenda háskóla, sérstaklega í Kanada eða Bandaríkjunum, og stúdentar eða kandídatar frá þeim löndum, sem stunda nám við Háskóla Íslands í framangreindum fræðum, geta einnig notið styrkja.
Sjóðurinn var stofnaður 1978 með dánargjöf Aðalsteins Kristjánssonar, er bjó lengstum í Winnipeg í Kanada og síðast í Puente, Los Angeles, Kaliforníu, en Aðalsteinn lést hinn 14. júlí 1949.
Stjórn sjóðsins:
Aðalmenn:
- Sigurður S. Snorrason, prófessor, Líf- og umhverfisvísindadeild
- Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður, Jarðvísindastofnun
- Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor, Raunvísindadeild
Varamenn:
- Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor, Jarðvísindadeild
- Snædís Huld Björnsdóttir, dósent, Líf- og umhverfisvísindadeild
- Snorri Þór Sigurðsson, prófessor, Raunvísindadeild
Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.
Skipulagsskrá (.pdf).