Tilgangur sjóðsins er að efla stöðu íslenskunnar almennt og styrkja nemendur í íslensku, bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands. Sérstaklega skal stutt við verkefni er lúta að ritfærni og þjálfun nemenda við beitingu íslensks máls og við skapandi verkefni nemenda, s.s. ritlistarverkefni og hvers konar bókmenntasköpun á íslensku. Sjóðurinn er opinn nemendum bæði í grunn- og framhaldsnámi við Háskóla Íslands.
Sjóðurinn er stofnaður 3. desember 2024 til minningar um Erlend Jónsson, rithöfund, íslenskukennara og bókmenntagagnrýnanda, og konu hans, Mörtu Ágústsdóttur.
Rektor Háskóla Íslands skipar úthlutunarnefnd sjóðsins til þriggja ára í senn. Hlutverk úthlutunarnefndar er að halda utan um úthlutanir úr sjóðnum og kynningarmál þeim tengd, í samstarfi við umsjónarmann Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Í úthlutunarnefnd sjóðsins sitja:
- Ásta Kristín Benediktsdóttir, dósent í íslensku
- Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í bókmenntafræði
- Rúnar Helgi Vignisson, prófessor í ritlist
Stjórn Styrktarsjóða Háskóla Íslands, sem skipuð er af háskólaráði, fer með stjórn sjóðsins. Stjórnin fer með æðsta vald í málefnum sjóðsins, fjársýslu og eftirlitshlutverk hans. Stjórnina skipa Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og formaður stjórnar, Valgerður Sólnes, prófessor við Lagadeild, og Jóhann Ómarsson, viðskiptafræðingur og ráðgjafi. Varamaður í stjórn er Sigurður Jóhannesson hagfræðingur.
Hægt er að styrkja sjóðinn með peningagjöfum. Fjárhæðir má leggja inn á eftirfarandi bankareikning hjá Íslandsbanka: 596-26-1760. Kennitala Styrktarsjóða Háskóla Íslands er 571292-3199. Mikilvægt er að merkja greiðsluna nafni sjóðsins. Netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands er sjodir@hi.is.
Skipulagsskrá (PDF)