Háskóli Íslands

Stjórn

Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun. Stjórn hans skipa:

  1. Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar við Háskóla Íslands
  2. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
  3. Fulltrúi fjölskyldu Guðrúnar Marteinsdóttur, á meðan sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja börn hinnar látnu, en síðar fulltrúi heilsugæsluhjúkrunarfræðinga sem skipaður er af stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Sjóðsstjórnin skal annast úthlutun úr sjóðnum og setja um það starfsreglur. Hún heldur gerðabók um sjóðinn, reikninga hans og annað er varðar hag sjóðsins og starf.

Í stjórn sjóðsins sitja:

  • Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar, herdis@hi.is.
  • Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, elsa@hjukrun.is.
  • Guðbjörg Marteinsdóttir, systir Guðrúnar.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is