Umsjónarmaður Styrktarsjóða Háskóla Íslands hefur annars vegar umsjón með fjárvörslu og umsýslu fjármagns sjóðanna, bókhaldi, endurskoðun og samskiptum við fjárvörsluaðila. Hins vegar sér hann um samskipti við stjórnir og forsvarsmenn sjóða Háskóla Íslands ásamt markaðs- og kynningarmálum.
Umsjónarmaður Styrktarsjóðanna sér um samskipti við fjárvörsluaðila og stjórn Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Umsjónarmaður fundar með fulltrúum fjárvörsluaðila styrktarsjóðanna ársfjórðungslega og miðlar upplýsingum um ávöxtun til stjórnar. Jafnframt sér umsjónarmaður um að boða til stjórnarfunda að lágmarki þrisvar til fjórum sinnum á ári og oftar ef nauðsyn krefur.
Fjárvörsluaðilar mæta á fund stjórnar í upphafi hvers árs og gera grein fyrir ávöxtun líðandi árs.
Umsjónarmaður Styrktarsjóðanna heldur einnig utan um bókhaldsgögn vegna styrktarsjóðanna og sér um að koma þeim til endurskoðenda sjóðanna sem sjá um ársreikninga og reikningsskil sjóðanna. Þá sér umsjónarmaður sjóðanna um að koma ársreikningum í prentun og dreifingu til stjórnarmanna ásamt birtingu í Árbók Háskóla Íslands og ritun skýrslu stjórnar.
Starfsemi Styrktarsjóða Háskóla Íslands heyrir undir markaðs- og samskiptasvið og umsjón með sjóðunum hefur Helga Brá Árnadóttir verkefnastjóri styrktarsjóða og hollvina Háskóla Íslands, sjodir@hi.is.