Háhraðatölvur gera vísindamönnum kleift að framkvæma öflugar hermanir og smíða líkön, sem eru í auknum mæli forsendur rannsókna og nýsköpunar. Stofnanir sem hafa yfirumsjón með háhraðatölvum til vísindarannsókna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Íslandi hafa í sameiningu fjárfest í og gangsett háhraðatölvu á nýstárlegan hátt. Háhraðatölvan er hluti af tilraunaverkefni sem hefur það að markmiði að prófa hýsingu, þannig að tölvan sé nálægt orkulindnum en ekki öfugt, eins og venjan er, og á þann hátt ná fram umtalsverðum sparnaði. Frekari markmið verkefnisins eru að skilja pólitískar, skipulagslegar og tæknilegar hliðar sameiginlegrar eignar, umsjónar og reksturs dýrs og mikilvægs innviðar. Rekstrarkostnaður er í vaxandi mæli aukin byrði fyrir vísindamenn og háskóla þeirra, vegna þess hve orkufrekar ofurtölvur eru. Ísland er kjörin staðsetning fyrir slíkar tölvur, vegna kröftra náttúrulegra orkulinda sem veita aðgang að orku á lágu verði og hagkvæmri kælingu. Verkefnið á tölvuklasa sem er hýstur hjá Advania Thor gagnaveri og er kerfisstýrt af norrænu teymi undir forystu Reiknistofunar HÍ, sem veitir jafnframt þjónustu við notendur á Íslandi. Tölvuklasinn er af gerðinni Hewlett-Packard með 3456 kjörnum.
Allir vísindamenn með aðstöðu við íslenska háskóla og rannsóknarstofnanir get sótt um aðgang að tölvuklasanum. Íslenskir vísindamenn hafa aðgang að 16% af heildarreiknitíma á ársgrundvelli. Sótt er um aðgang að tölvuklasanum fyrir stór verkefni á 6 mánaða fresti, en aðgang fyrir minni verkefni má sækja með því að senda póst til nhpc@hi.is
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu verkefnisins: http://nhpc.hi.is/