Tilgangur Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands er að efla rannsóknastarfsemi í Háskólanum.
Stjórn Rannsóknasjóðs er skipuð formönnum fimm sjálfstæðra fagráða, einu fyrir hvert fræðasvið. Formaður er skipaður af háskólaráði samkvæmt tilnefningu rektors.
Miðað er við að styrkþegar sem eru með virkan styrk til 2-3 ára úr síðustu úthlutunum sæki ekki um nýjan styrk fyrr en í lok styrktímabilisins. Þeir sem sækja um til 2-3 ára og fá vilyrði fyrir styrk, fá hann í umbeðinn árafjölda. Ekki þarf lengur að skila inn árlegum framvinduskýrslum heldur er aðeins farið fram á lokaskýrslu í lok styrktímabilsins.
Ekki er nauðsynlegt að skila inn ritaskrá enda byggist mat á birtingum úr framtali starfa (miðað er við árin 2015-2019).
- Auglýsing
- Viðmið við úthlutun fyrir árið 2021
- Reglur Rannsóknasjóðs
- Umsóknareyðublað - Umsóknarfrestur rann út 12. október 2020
- Leiðbeiningar vegna umsóknareyðublaðs
- Lokaskýrsla - sniðmát
- Leiðbeiningar vegna lokaskýrslu
-
Launaviðmið aðstoðarmanna
- Launaviðmið aðstoðarmanna: almennt er miðað við hvernig aðstoðarmenn (grunn-framhalds-PhD-postdoc) raðast í launaflokka og launaþrep. Umsækjendur eru beðnir um að hafa samband við starfsmannastjóra/rekstrarstjóra fræðasviðs eða launadeild HÍ ef þörf eru á frekari upplýsingum um launakjör.
- ENGLISH
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Guðmundsson.