Þegar sótt er um stuðning Innviðasjóðs Vísinda- og tækniráðs til kaupa á tækjum eða búnaði til rannsókna þarf umsækjandi að geta sýnt fram á að mótframlag fáist frá Háskólanum. Þeir sem hyggjast sækja um stuðning Tækjasjóðs geta sótt um styrk fyrir hluta mótframlagsins til Mótframlagasjóðs Háskóla Íslands. Umsóknir skal senda skrifstofu vísindasviðs áður en umsóknarfrestur rennur út hjá Tækjakaupasjóði Vísinda- og tækniráðs. Með umsókn til Mótframlagasjóðs skulu fylgja drög að umsókn til Tækjasjóðs.
Nánari upplýsingar um ferli umsóknar er að finna í Uglu undir: Rannsóknir - Styrkir og sjóðir - Mótframlagasjóður við tækjakaup
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Guðmundsson á vísinda- og nýsköpunarsviði (sverrirg@hi.is)